Ánæjuleg helgi

Margt er búið að gera þessa helgi. Stebbi og Sjana komu um hádegi á laugardaginn og fórum í svona venjulega skoðunarferð um Borgarfjörð með þau, byrjuðum á Deildatunguhver alltaf jafngaman að sjá hann, svo var það Reykholt skoðuðum við okkur þar aðeins um Snorralaug og fleira, var svo haldið áfram áleiðis að Húsafelli stoppuðum reyndar við Hraunfossa og Barnafossa alltaf jafngaman að koma þarna, keyrðum svo upp að Húsafelli og skoðuðum aðeins. Var svo farið áleiðis til baka að Hvanneyri fórum við gömlu leiðina eða yfir gömlu Hvítabrúna. Komum við um sex heim og fengum við okkur að borða og áttum við öll góða kvöldstund saman, sváfu Stebbi og Sjana hjá okkur og fóru þau til Reykjavíkur um ellefu á sunnudagsmorgun. Læt ég (Hugrún) fylgja myndir með úr ferðinni.

Skruppum við Gaui til Reykjavíkur um tólf og byrjuðum að kíkja á mömmu hans Gaua og fórum við svo í Smáralindina því Gaua vantaði skó og fundum við þrælfína skó í Hagkaup. Vorum við komin heim um sex og höfðum við það gott það sem eftir var dags.

 

Stebbi Sjana og Gaui við Deyldatunguhver. Stebbi og Sjana við Snorralaug. Stebbi Sjana og Gaui við Barnafossa.


Kuldakafla lokið

Nú er kuldakafla lokið allavega í bili fór uppí -14 og hálfa gráðu einn morguninn og maður var hissa ef fór í niður fyrir -10. Jæja nú er rigning og dumbungur en við látum ekkert svoleiðis stoppa okkur og fórum í bíltúr í dag, smá bjartsýni ætluðum að fara upp að Hítarvatni vissum ekki fyrr en eftirá að það er eiginlega ekki fært fyrr en á sumrin.

Komumst samt ansi langt og Gaui búinn að setja í fjórhjóladrifið, það var orðin svo mikil drulla að við snérum við. En stoppuðum á bakaleiðinni og ég (Hugrún) tók smá af myndum bæði á leiðinni frá Hítarvatni og af fossi sem ég er ekki alveg viss hvað heitir. Var svo farið heim og haft það gott sem eftir var dags.

Á leiðinni frá HítarvatniFoss á leiðinni man ekki alveg hvað hann heitir

 

 


Bjarni Fannar 12 ára

Fórum í dag í afmæli til Bjarna Fannars og þvílíkar kræsingar borðin svignuðu undir þeim og þvílíkt namm namm, stoppuðum stutt því Matti og Stína höfðu boðið okkur að borða og voru krakkarnir þeirra í heimsókn með börnin sín.

það var sama þar, kræsingar og aftur kræsingar og fórum við pakksödd heim. Tók ég (Hugrún) mynd af krökkum Matta og Stínu og læt fylgja með. 

Matta og Stínu börn


Jólaundirbúningur, jól og áramót

Sunnudaginn 21 des vorum við með skötuveislu og komu Pabbi Gulla Maggi Lolla og Kiddi. Vorum við með skötu og tindabikkju og var fiskurinn mjög góður.

 

Á aðfangadag fórum við til Grindavíkur og færðum Jóni Ásgeiri jólagjöfina og skoðuðum íbúðina sem hann býr í núna. Svo skemmtilega vill til að það er sama blokk og við bjuggum í þegar hann var lítill. Fórum við svo til Reykjavíkur og sóttum Elínu móður hans Gaua og var hún með okkur á aðfangadagskvöld og var það mjög notaleg kvöldstund keyrðum við hana aftur heim um kvöldið. þannig að jóladagur fór í að vera með tærnar upp í loft allan daginn og slappað af. Set ég mynd af Gaua og mömmu hans.

 

Þann 26 fórum við til Danmerkur og fórum við af stað héðan frá Hvanneyri hálf fjögur um nóttina og komum við í Danaveldi hálf ellefu og brá okkur þegar við sáum aðra ferðatökuna hún hafði fengið svo vonda meðferð að við sáum inní hana en sem betur fer þá fór ekkert úr töskunni og fengum við nýa tösku á Kastrup.

Fórum við yfir til Svíþjóðar (Malmö) og tókum þar bíl á leigu. Keyrðum við til Trelleborgar og komum við örstutt til Önnu og Valla og héldum síðan ferð okkar áfram til Lysekyl og vorum við komin þar um 9:30 um kvöldið örþreytt og gistum við þar á hóteli. Hittum við Elínu hans Gaua daginn eftir höfðum við hana þann dag og næstu nótt og var það mjög gaman. Læt ég fylgja með mynd af henni.

Þann 29 höfðum við samband við okkar kæru nágranna af tjaldsvæðinu í Hoor í Svíþjóð og bauð ein af þeim okkur í heimsókn og vorum við níkomin inn um dyrnar þá komu tvö inn um dyrnar hjá henni og áttum við þar yndislegan dag. Læt ég fylgja mynd af þeim.

Þann 30 hittum við Óla son hans Gaua og var mjög gaman að sjá hann. Læt ég fylgja mynd af feðgunum.

Fórum á gamlársdag og skiluðum bílnum og fórum yfir til Danmerkur og vorum þar síðustu nóttina og þvílík geðveiki.

Fórum niður á Ráðhústorg rétt fyrir miðnætti og stóðum þar í fjöldanum við endann á hinu fræga "Striki.  Þar komust við að því að danir eru sérfræðingar í því að skjóta upp flugeldum á milli manna í stað húsa. Flugeldarnir fórum meira lárétt en lóðrétt. Við vorum samt ekki viss um hvort þar var um að kenna ölæði dana eða vankunnáttu í flugeldaskotum.   Alla vega sáum við okkur vænstan kost að flýja af "torginu" fljótlega eftir að nýja árið gekk í garð.

Nýársdag eyddum við svo í að skoða árangur hreinsunardeildar "Köpenhamn" borgar. Á gönguferð okkar upp "Strikið" rákumst við síðan á árlega skrúðgöngu ´lífvarðasveitar drottningar og eltum hana að drottningarhöllinni og fylgdust þar með lífvarðaskiptum sem var mjög gaman.

Fórum við síðan um þrjú leitið uppá Kastrup til að bóka okkur í flugið heim. Annan í nýári var síðan notaður til að jafna sig á ferðalaginu.

KÆRU VINIR. GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2009

 Elín dóttir hans Gaua  Gaui og Elín (mamma hans Gaua) Okkar kæru vinir frá tjaldstæðinu í Svíþjóð 

 

 

 

 

Óli sonur hans Gaua

 


Letilíf

 Við tókum það rólega s.l. föstudag. Gaui var að sjálfsögðu að vinna. Á laugardag fórum við smá hring um sveitina og fórum m.a. að skoða handavinnu sem var til sölu norðan við Borgarnes. Fórum síðan í heimsókn til Hjartar og Steinunnar og þáðum þar kaffi.

Síðan var keyrt til Akranes og tekið hús á Safnaðarheimilinu en þar var handverksmarkaður í gangi.  Við keyptum styttur og fórum síðan heim á leið. Því miður vissum við ekki af því að fleiri markaðir voru í gangi á Skaganum annars hefðum við stoppað aðeins lengur þar í skagarokinu viðfræga.

Á sunnudag fórum við í bæjarferð og heimsóttum Lollu og Magga í Hafnafjörð. Sjana og Stebbi kíktu eining til þeirra á meðan við vorum þar. Að heimsókn lokinni fórum við vestur í bæ til að kíkja á jólamarkaðinn. Hittum þar Svönu og Gutta sem voru að selja framleiðslu sína. Þegar þangað var komið uppgötvaði ég að veskið hafði gleymst suður í Hafnafirði. Þannig að þangað var ferðinni heitið aftur.

Læt fylgja með tvær myndir frá helgarferðunum.

Akranes 

 Andakilsá


Síðasta vika og helgi

Fórum á miðvikudaginn í bæinn og hittum Áslaugu og Sigga og fengum kaffi og með því. Voru Anna Valli, Einar, og Sverrir.  Voru þau komin í jarðaför pabba hans Valla.

Kom Anna færandi hendi en hún hafði keypt fyrir mig (Hugrún) peysur  og boli og Gaui fékk líka peysu þannig hann fer ekki í jólaköttinn.

Fórum á fimmtudagskvöldið á bingó sem var haldið hér í Landbúnaðarháskólanum var troðfullt hús var mjög gaman voru mjög flottir vinningar.

Á föstudaginn skutlaði Gaui mér í vinnuna sem er ekki frásögu færandi nema bíllinn bilaði komst hann með herkjum heim og vorum við að komast að því að túrbínan er farin. Túrbínan kostar aðeins 240.000 en sem betur fer er minna en 6 mánuðir frá því að við keyptum bílinn af B&L. Náðum við að semja við þá um að þeir útvegi nýja túrbínu en við önnumst vinnuhlutann.

Bæði vorum við síðan að vinna helgina en Guðjón fór bæði að Keldnaholti og að Reykjum.

 

 

 


Gestagangur

Fórum í smá hringferð á laugardag. Keyrðum fyrst niður í Borgarnes til að versla og fórum síðan áfram upp að Baulu. Fórum þaðan að Deildatunguhver og síðan að Reykholti. Á leiðinni tilbaka fórum við inn að Flókadal til að skoða náttúruna.  Hugrún fékk myndaæði eins og venjulega þegar hún kemst í tæri við gott myndefni eins og sjá má hér að neðan.

Á sunnudag var mikill gestagangur. Fyrst kom Sigga systir Hugrúnar ásamt fjölskyldu. Baddi stoppaði stutt en þeir Bjarni Fannar fóru að kíkja á rjúpu og komu tilbaka síðla dags.

Ásdís vinkona ásamt Kristínu Ösp og Valdísi komu í heimsókn, þannig að margt var um manninn.

 

Fallegt  Flottar systur  Hver

 


Afmæli

Ég (Hugrún) var að vinna síðastliðna helgi og var nóg að gera. Á föstudagskveldinu fór rafmagnið af öllu Borgarnesinu um hálf sjö, en  það hafði einhver slitið í sundur kapal og var rafmagnslaust til átta. En hafði ég lítið af því að segja af því að ég hætti klukkan sjö.

Fórum í bæinn í gær og var Gaui að vinna á meðan fór ég í Mosó og kíkti í Álafoss og keypti afmælisgjöf handa honum. Fékk þessa fínu angúrusokka handa honum. Ég kíkti líka á fossinn en ég hafði aldrei séð hann áður. Læt fylgja með mynd af honum. Kíkti síðan til Ásdísar í rest af degi og fékk þessa fínu blómkálssúpu.

Komum við um átta heim og byrjuðum að undirbúa fyrir afmælið hans Gaua sem er í dag. Gaui gerði þessa meiriháttar góðu brauðtertu og gerði ég ostakökur tvær og fór Gaui með þetta í vinnuna. Tók  ég (Hugrún) mynd af Gaua með brauðtertuna á leiðinni í vinnuna (reyndar frekar syfjulegur) læt hana fylgja með.

 

ÁlafossGaui afmælisbarn (53 ára)


Reykjavík

Fórum til Reykjavíkur um hádegi í dag í yndislegu veðri. Það var algjör stilla í Borgarnesi og ég (Hugrún) gat ekki stillt mig og bað Gaua að koma út í Brákarey og tók ég nokkrar myndir þar og læt ég þær fylgja með.

Kíktum í heimsókn til Áslaugar og var Anna komin frá Svíaríki. Gaman að sjá hana. Von er á Valla á næstu dögum. Fórum síðan í verslanir til að leita uppi pappír í jólaföndrið. Jólakortin í ár verða semsagt heimagerð og þar af leiðandi miklu flottari en búðarkortin.

Að búðarrápi loknu fórum við til Pabba og Gullu og fórum þaðan um kl: 18:00 heim á leið.

Stilla

 


Skorradalur

Keyrðum inn í Skorradalinn í dag höfðum aldrei áður komið svo innarlega en við fórum alveg í botn og var mjög fallegt þar. Þegar þangað var komið  fengum hringingu frá Matta og Stínu, en þau voru á leiðinni í heimsókn til okkar.

Undir lok dags skutumst við síðan i bæjarfer niður í Borgarnes til að versla í hinni heimsfrægu verslun Bonus

Í botni Skorradals

 


Stykkishólmur

Las í Skessuhorni að það væri svo mikil síld alveg uppí fjöru í Stykkishólmi svo okkur langaði að sjá og lögðum við af stað um hádegi upp eftir. Vorum komin um tvö leitð. Það voru helling af skipum alveg uppí fjöru þar og tók ég (Hugrún) nokkrar myndir. Keyrðum síðan aðeins um í Stykkishólmi og var þar nú ekki mikið um að vera svo við stoppuðum stutt. Við vorum svo heppin að við náðum þurru í ferðinni eða svona nokkurn veginn. Stoppuðum á leiðinni heim og tók ég (Hugrún) myndir af því að það var svo mikil stilla. Læt fylgja myndir með.

 

Bátur á síldarveiðum örstutt frá landiStilla


Nudd

Fórum í dag til Reykjavíkur við hjónakornin. Ætlunin var að Gaui ætlaði að hitta mann í bænum en svo fór að hann gat ekki hitt hann. Kíktum á Áslaugu og Sigga og fengu ekki neitt smá góðar mótökur okkur var boðið upp á flatkökur og skonsur og heimagerða kæfu þvílíkt góðgæti og fengum við kæfu með okkur namm.

Á heimleiðinni ætluðum við að koma við í Krónunni í Mosó og vildi ekki betur til en það að þegar við erum að keyra úr hringtorginu við olís og erum í innri hring að stór flutningabíll keyrir á okkur en sem betur fer sá ekkert á okkar en hann lenti á brettaútvíkkuninni en þar var skrúfa,þannig að á hans bíl var djúp rispa og sverta. Og ekki nóg með það áður en við náðum að komast úr Mosó þá svínaði einn fyrir okkur og þurftum við að snarhæja á okkur. Komum við heim um sex eftir að hafa keyrt undir Hafnarfjalli í 34 metrum á sek. Jæja allt er gott sem endar vel.

 


Bæjarferð

Ég (Hugrún) var að vinna alla helgina og Gaui og stóðst ekki mátið og fór á laugardaginn að vinna á Reykjum í Ölfusi og Stóru Ármótum.

Fór í dag í bæinn með tveimur úr vinnunni og fórum við á flakk um . Fékk fyrir okkur Gaua hlýjar sængur. Það var orðið rifrildi um sængurnar, önnur okkar var orðin lúin svo nú getum bæði unað glöð með þær nýju. Kíktum líka í IKEA og var þar margt að sjá og kaupa Smile , fengum okkur að borða í byrjun og fékk ég mér hangikjöt með öllu það er alveg snilld hjá þeim ódýrt og gott. Vorum komnar heim um átta eftir frábæran dag.

 

 

 


Góð helgi

Fórum í gær í bæinn í Iðufellið og náðum að gera helling. Kíktum líka til Lollu og Magga og þáðum kaffi og með því kaffisopinn alltaf góður. Komum aðeins við hjá Kidda og Dittu í stutta stund. Svo var farið heim enduðum svo góðan dag á að fara á pöbbinn hér á Hvanneyri og skröltum ánægð seint heim

Sunnudagurinn; Í dag er búið að vera yndislegt veður. Fórum um eitt af stað og keyrðum upp að Hraunfossum og gengum þar um og skoðuðum Barnafossa líka keyrðum heim um fjögur í kvöldsólina og tók ég (Hugrún) nokkrar myndir og læt fylgja með.

SpeglunGaui hjá Hraunfossum Hugrún við Hraunfossa


Kalt

Fórum til Reykjavíkur á fimmtudag mamma hans Gaua var 85 ára þann sama dag kíktum til hennar, og kíktum á pabba og Gullu líka okkur var boðið í mat hjá þeim Fengum alveg svakalega góðan fisk. Í dag kíktu Matti Stína og Tóta til okkar, og fórum við svo smá rúnt seinnipartinn og tók ég (Hugrún) smá af myndum læt fylja með tvær. Verð að bæta við það er orðið mjög kalt úti núna það er farið að frysta á pollunum úti.

 

Borgarnes í fjarskaSólarlag í Borgarnesi


Punktar

Á föstudaginn var uppskeruhátíð hjá Gaua í vinnunni og var boðið uppá margt sem var framleitt af landbúnaðarháskólanum. Þetta var búið um tólf og kom þá Gaui heim og kíktum við þá á pöbbinn og var þar mikið af fólki og mikið gaman þannig að við vorum frekar framlág á laugardeginum

Laugardaginn fórum við í bæinn og kíktum aðeins á Ásdísi og Hadda í Mosó og kíktum líka til pabba (Hugrúnar) í smá stund og vorum komin snemma heim

Sunnudaginn fórum við aftur í bæinn í Iðufellið og náðum að pakka helling.

Ég (Hugrún) vaknaði um níu í morgun. það var svo mikið af gæsum að fljúga hér yfir alveg yndislegt að sjá. Það var alveg yndislegt veður í dag alveg blankalogn og blíða en reyndar finnur maður að það er að kólna þurftum reyndar að skafa af bílnum í dag.


Sauðamessa og fleira

Á föstudaginn skutlaði Gaui mér í vinnuna og á leiðinni sáum við ref hvítan og sætan, höfðum aldrei séð ref í náttúrunni. Það var svo fallegt veður á föstudeginum ég (Hugrún) hafði litlu myndavélina með mér í vinnuna og tók nokkrar myndir útum gluggann.

Á laugardaginn var ég (Hugrún) að vinna til þrjú og sótti Gaui mig og kíktu við í Skallagrímsgarð en sauðamessa var í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var mikið um að vera hljómsveit að spila og söluvarningur í tjöldum keypti mér fallega englalugt á vegginn á mjög góðu verði. Fórum svo heim og höfðum það náðum það sem eftir var dags.

Í dag fórum við rúnt um Borgarfjörðinn, sáum Deildartunguhver og er hann mjög flottur, fórum líka aðeins í Reykholt líka verð að bæta einu við, við Deildartunguhver var verið að selja tómata úti og átti fólk að borga í einskonar póstkassa sem mundi ekki ganga hvar sem er. Núna er frekar drungalegt úti rigning og leiðinlegt skyggni.

Tekin á föstudeginum útum gluggann í vinnunniGaui við Deildartunguhver Tómatasalan


Vetur

Fórum til Borgarnes um hálf átta og á leiðinni sáum við hvítan ref hef aldrei áður séð hann svona í náttúrunni mjög sætur. Fórum um hádegi til Reykjavíkur að stússast og vorum við komin aftur heim um sjö leitið, þá litum við útum gluggann og viti menn farið að snjóa

Tjaldvagninn


Gestagangur

Um helgina var nokkur gestagangur hjá okkur nýbúunum á Hvanneyri. Hjörtur og Steinunn kíktu við á laugardag, og síðan komu Pabbi (Hugrúnar)  og Gulla og gistu hjá okkur. Sunnudaginn notuðum við síðan til að fara í bæinn og reyna að halda áfram að tæma íbúðina í Iðufelli, en það gengur ákaflega hægt sökum anna. Kíktum einnig á Magnús bróðir Hugrúnar

Við tókum með okkur tjaldvagninn tilbaka og ætlum að reyna að koma honum í geymslu í Bæjarsveit. Læt fylgja með eitt af snilldar myndefnum Hugrúnar.

Regnbogi


Lífið og tilveran

Það er búið að vera nóg að gera hjá Gaua hann fór í vikunni austur að  Stóru Ármótum. En í dag var svo yndislegt veður allavega um hádegi svo ég (Hugrún) fór aðeins fyrr í vinnuna og tók myndavélina með og tók myndir í Borgarnesi nánar tiltekið við Brákarsund læt ég fylgja mynd með.

Listaverk í Borgarnesi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 32845

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband