Jólaundirbúningur, jól og áramót

Sunnudaginn 21 des vorum við með skötuveislu og komu Pabbi Gulla Maggi Lolla og Kiddi. Vorum við með skötu og tindabikkju og var fiskurinn mjög góður.

 

Á aðfangadag fórum við til Grindavíkur og færðum Jóni Ásgeiri jólagjöfina og skoðuðum íbúðina sem hann býr í núna. Svo skemmtilega vill til að það er sama blokk og við bjuggum í þegar hann var lítill. Fórum við svo til Reykjavíkur og sóttum Elínu móður hans Gaua og var hún með okkur á aðfangadagskvöld og var það mjög notaleg kvöldstund keyrðum við hana aftur heim um kvöldið. þannig að jóladagur fór í að vera með tærnar upp í loft allan daginn og slappað af. Set ég mynd af Gaua og mömmu hans.

 

Þann 26 fórum við til Danmerkur og fórum við af stað héðan frá Hvanneyri hálf fjögur um nóttina og komum við í Danaveldi hálf ellefu og brá okkur þegar við sáum aðra ferðatökuna hún hafði fengið svo vonda meðferð að við sáum inní hana en sem betur fer þá fór ekkert úr töskunni og fengum við nýa tösku á Kastrup.

Fórum við yfir til Svíþjóðar (Malmö) og tókum þar bíl á leigu. Keyrðum við til Trelleborgar og komum við örstutt til Önnu og Valla og héldum síðan ferð okkar áfram til Lysekyl og vorum við komin þar um 9:30 um kvöldið örþreytt og gistum við þar á hóteli. Hittum við Elínu hans Gaua daginn eftir höfðum við hana þann dag og næstu nótt og var það mjög gaman. Læt ég fylgja með mynd af henni.

Þann 29 höfðum við samband við okkar kæru nágranna af tjaldsvæðinu í Hoor í Svíþjóð og bauð ein af þeim okkur í heimsókn og vorum við níkomin inn um dyrnar þá komu tvö inn um dyrnar hjá henni og áttum við þar yndislegan dag. Læt ég fylgja mynd af þeim.

Þann 30 hittum við Óla son hans Gaua og var mjög gaman að sjá hann. Læt ég fylgja mynd af feðgunum.

Fórum á gamlársdag og skiluðum bílnum og fórum yfir til Danmerkur og vorum þar síðustu nóttina og þvílík geðveiki.

Fórum niður á Ráðhústorg rétt fyrir miðnætti og stóðum þar í fjöldanum við endann á hinu fræga "Striki.  Þar komust við að því að danir eru sérfræðingar í því að skjóta upp flugeldum á milli manna í stað húsa. Flugeldarnir fórum meira lárétt en lóðrétt. Við vorum samt ekki viss um hvort þar var um að kenna ölæði dana eða vankunnáttu í flugeldaskotum.   Alla vega sáum við okkur vænstan kost að flýja af "torginu" fljótlega eftir að nýja árið gekk í garð.

Nýársdag eyddum við svo í að skoða árangur hreinsunardeildar "Köpenhamn" borgar. Á gönguferð okkar upp "Strikið" rákumst við síðan á árlega skrúðgöngu ´lífvarðasveitar drottningar og eltum hana að drottningarhöllinni og fylgdust þar með lífvarðaskiptum sem var mjög gaman.

Fórum við síðan um þrjú leitið uppá Kastrup til að bóka okkur í flugið heim. Annan í nýári var síðan notaður til að jafna sig á ferðalaginu.

KÆRU VINIR. GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2009

 Elín dóttir hans Gaua  Gaui og Elín (mamma hans Gaua) Okkar kæru vinir frá tjaldstæðinu í Svíþjóð 

 

 

 

 

Óli sonur hans Gaua

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 32938

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband