Færsluflokkur: Ferðalög

Síðustu dagar Skopje og Búdapest.

Komum niður á Alexandertorg í fyrradag og sáum að þar var mikill undirbúningur í gangi. Þetta reyndist vera móttaka fyrir nýja evrópumeistara félgasliða, en Makidonulið varð i fyrsta skipti evrópumeistari.  Við komum okkur fyir meðal "handboltabullna" og bíðum síðan í 3 tíma í 30 gráðu hita eftir að móttakan byrjaði. Það var vægast sagt fjör á torginu enda þúsundir manns þar. í gærmorgun flugum við síðan til Búdapest og erum þar í góðu yfirlæti en ekki eins góðum hita.

 Evrópumeistararnir á leiðinni


Matarást :)

Við erum komin með matarást á Skopje, og ekki skemmir verðið. Tveir aðalréttir tveir stórir bjórar, tvö glös af hvítvíni og eftirréttur 4000 ísl :).

 

Maturinn minn (Hugrún) kjúklingaréttur. Nautakjötið hans Gaua :) Eftirrétturinn :)


Falleg gömul brú og búðarferð.

Fórum frá hótelinu að skoða gamla brú, restin af deginum var búðarferð. Og meira að seigja náði Gaui að kaupa sér leður sandala fyrir 2800. 

 

Gaui við brúna.


Krossinn og Matka gilið.

Fórum í skipulaða ferð í dag. Var byrjað á að fara upp að krossi sem er hátt uppá fjalli, var farið með kláfi.

Var farið svo að mjög fallegu gili og fórum við með báti inn gilið,í enda gilsins var hellir við fórum í.

Þegar við komum á hótelið í enda dagsins komu þrumur og eldingar.

 

Gaui í kláfnum.

 Gaui og ég við gilið.Ég inn í hellinum.  

 

Þrumur og eldingar. 


Frábært veður.

Fórum á sögusafnið og kíktum í búðir :)

Gaui við gosbrunn

Hitinn 33 gráður kl 7 að kveldi.

Gaui uppi á virkinu.Þarna voru seldir miðar í strædóinn.


Frábært mannlíf í Skopje

Fengum okkur göngutúr að kanna byggingar og mannlíf.

Var verið að taka upp eitthvað :) img_1523.jpg Hótelið okkar. Gaui á gamla markaðinum.


Ferðalag til Makedoníu.

Lögðum af stað frá Íslandi 26 maí áleiðis til Skopje. Flugum til Búdapest og vorum þar í tvær nætur. Komum hér í Skopje þann 28 maí byrjaði ekki vel Gaui ætlaði taka út peninga í hraðbanka og var kortið hirt af bankanum þar sem hann bað um meira en hámarkið sem er 12 þús isk. 

En þetta bjargaðist þar sem við áttum danskar krónur fyrir leigubílnum ( Leigubíllinn tók ekki kort.) Erum búin að fá okkur gönguferð og skoða okkur um. Fengum okkur að borða pasta og svínakjöt ástamt bjór og hvítvíni heilar 2000 kr :)

Gaui  Skál í góðum bjór Sjálfsmynd


Hjólatúr til Höör og fleira :)

Á miðviudagskvöldinu kallaði Gaui á mig út og sagði mér að koma með myndavélina tunglið var fullt og þoka yfir svæðinu og ég stóðst ekki mátið og tók myndir. Á fimmtudaginn kom nágranninn ( Alvar ) með bátinn sinn á svæðið og setti hann niður, tók ég myndir og var gaman að fylgjast með. Á föstudaginn fór ég ( Hugrún ) stuttan hjólatúr aðeins að halda mér við efnið he he. Á laugardeginum var meiriháttar veður sól og hiti fór uppí 23 stig og fór ég ( Hugrún ) í góðan hjólatúr fór uppí Höör og tók myndir. Í dag sunnudag er búið að vera úrhellisrignig og skruppum við Gaui því að í búðir til Malmo og tekið rólega það sem eftir er dags.

 

 


Heimsókn ( Arngrímur )

Fengum góða heimsókn í gær. Arngrímur kom hjólandi frá Staffanstorp u.þ.b. 50 km leið þvílíkur snillingur. Gaui grillaði og áttum við góða kvöldstund saman. Það var svo mikið rok og rigning daginn eftir  að við skutluðum honum heim. Setti myndir í albúmið Svíþjóð 2014

 

 

 

 

 


Næsta síða »

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Feb. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Nýjustu myndir

  • Evrópumeistararnir á leiðinni
  • Eftirrétturinn :)
  • Nautakjötið hans Gaua :)
  • Maturinn minn (Hugrún) kjúklingaréttur.
  • He he.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband