Færsluflokkur: Ferðalög
10.7.2008 | 20:38
Ängelholm og gestabókin
Lögðum af stað að heiman um ellefu áleiðis til Ängelholm veðrið var mjög gott, var reyndar aðeins búin að sóla mig (Hugrún ).
Vorum búin að heyra svo margt um Ängerholm frá nágrannanum. Fórum þangað og skoðuðum þar miðbæinn og voru þar margar styttur þar á meðal ein sem voru tvö brjóst ætlaði að biðja Gaua að fara á milli þeirra en hann fór eitthvað hjá sér og fékkst bara að standa á bak við hana.
Fórum svo í einskonar fjölskyldugarð sem var helling af dýrum smáhestar, grísir, hænsni , páfagaukar og var þar líka stórt svið og var þar leiksýning fyrir börnin semsagt frábær staður fyrir fjölskylduna enda var þar mikið af fólki.
Verð að bæta einu við fórum á bakaleiðinni á bensinstöð þá sá ég ekki neitt smá flott mótorhjól, það var 1926 Harley Davidson og var maðurinn að setja bensín á það læt fylgja mynd af því ég sá þetta hjól líka á safni.
Elsku dúllurnar mínar, munið svo að skrifa í gestbókina.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 22:17
Margt enn að sjá á Skáni
Fórum frá Jagersbo um hádegi í rigningu og var ferðinni heitið til Trelleborgar. Við ákváðum síðan þegar við vorum farin af stað að kíkja fyrst á Jóhönnusafnið í Sturup og sáum ekki eftir því. Þarna var að finna mikið af gömlum hlutum frá árumunum 1880-1960, allt frá gömlum saumavélum til fyrsta bílsins sem svíar framleiddu árið 1892. Semsagt frábært safn sem sem mætti fá meiri athygli.
Síðan fórum við áfram til "Ales stenar" sem var frábær staður fyrir hugsuði nútímans. Þar er að finna sóldagatal og sólklukku skapaða úr ákveðnum fjölda steina sem mynda eggjalaga form.
Þegar við komuð þangað vorum við hungruð og þreytt og höfðum hugsað okkur að fá okkur eitthvað í mallakútinn, en þar var ekkert að fá nema ís og reyktan fisk ýmsu tagi. Þegar við vorum búin að skoða þessu merku steina (í rigningu) fórum við að sjálfsögðu og fengum okkur reyktan lax sem fór misvel í maga okkar.
Fórum síðan til Trelleborgar til að losa okkur við borð og stóla sem voru í fortjaldinu hjá okkur. Semsagt fyrsta stig í að undirbúa heimferð.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2008 | 21:43
Allskonar veður
Fórum um hádegi í Skanes Djurpark og var þá fínasta veður við fórum í stuttbuxum og var heitt og gott í garðinum og meira að segja sól. Fórum eftir dýragarðsferðina uppí Hassleholm og kíktum aðeins á mannlífið og á bakaleiðinni komum við á bensínstöð og þá kom þessi úrhellis rigning sem varði reyndar mjög stutt , eru búin að heyra í þrumum öðru hvoru það sem eftir er dags.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2008 | 21:05
31 stigs hiti
Yndislegur dagur. Okkur ofbauð hitinn á tjaldsvæðinu og yfirgáfum svæðið við 29 stiga hita. Ákváðum að njóta 16 ára gamallar loftkælingar í bílnum og fórum til Landskrona að skoða baðstrandir og annað tjaldsvæði.
Ekki tók betra við.. Að vísu var blástur á ströndin en ekki nógu kaldur. Ströndin við Landskrona var vægast sagt æðisleg. Eftir að hafa stoppað þar í 3 tíma ákváðum við að fara heim á leið og komum við í þjóðgarði sem er í miðjum Skáni.
Gengum um hluta af garðinum í c.a. 1 klst og fórum síðan af stað til Höör í 31 stigs hita,
Komum heim um kvöldmatarleytið og grilluðum okkur nautasteik og drukkum hvítvín með ( sem er þvert á delikatess reglur).
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2008 | 20:56
Pétur farinn heim
Vöknuðum um níu í morgun og tókum það rólega fram yfir hádegi. Fórum aðeins í sólbað það þýðir nú ekkert að koma næpuhvítur heim aftur eins og við hefðum verið allan daginn á barnum.
Fórum í Lund um hálf tvö og Pétur fór heim til Stokkhólms með lestinni klukkan hálf fimm. Skruppum svo til Trelleborgar til Önnu og Valla í heimsókn og komum heim í Höör um níu leytið.
Semsagt rólegur sólríkur dagur (27 gráður)
Ég læt fylgja mynd af feðgunum sem ég (Hugrún) tók í gær
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2008 | 21:26
Markaður Hörby
Fórum um hádegi á útimarkað í Hörby og þvílíkur mannfjöldi, þar sáum við m.a. ansi skondinn karl hann minnti mig (Hugrúnu) á hobbita úr Hringadrottinsögu, en Gaua á jólasvein læt fylgja mynd af karli. Fórum svo pínulítið lengri leið til baka þ.e. við keyrðum alla leið upp i Hassleholm og þaðan til Tyringe til að skoða lágvöruverðsmarkað sem seldi aðallega antikvörur.
Þaðan fórum við til Perstorp og keyrðum síðan til Höör í gegnum stóran þjóðgarð.
Læt fylgja með mynd af hobbitanum
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2008 | 20:17
Flakk
Fórum á fætur um tíu í morgun, þá var hringt útaf hjólhýsinu. vorum við búin að auglýsa það til sölu og vildi koma fólk koma og skoða hýsið og komu þau um tólf og skoðuðu og ætla að láta okkur vita eftir helgi. Fórum við aðeins til Lundar og vorum við komin aftur heim í Höör um fimm leitið. Áður skoðuðum við "Alpaka" dýrin enn og aftur, aldrei of oft læt ég og fylgja mynd af þeim.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2008 | 21:18
Pétur
Fórum til Lundar um hádegi til að sækja Pétur son hans Gaua. Hann kom hann með lest frá Stokkhólmi til Lundar og vorum við heillengi að finna lestastöðina í Lundi það eru eintómar einstefnugötur í Lundi, því nú ver en það hafðist á endanum.
Fórum til Svedala vorum búin að heyra að það væri markaður og þegar við komum þar þá voru það búðirnar sem voru búnar setja vörur út á götuna á mjög lækkuðu verði. Kíktum svo til Trelleborgar til Önnu og Valla og stoppuðum þar til sex og keyrðum þá heim í Jagersbo. Verð að bæta einu við, það komu snilldar hjólhýsi sem nágrannar okkar í gær og læt ég mynd af þeim fylgja með.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2008 | 19:36
Ven (Hven)
Í gær var það tekið rólega innan sviga við Gaui vorum að þrífa vagninn gaui þreif hann að utan ég að innan. og Gaui rétti hann við líka þannig að ég renn ekki lengur á Gaua þegar við erum komin uppí rúm.
Í dag fórum við til Landskrona og tókum þar bát til eyjarinnar Ven (sem Svíar kalla Ven en Danir Hven), sem er hálftíma sigling frá Landskrona. Eyjan liggur á milli Danmerkur og Svíaríkis.Það var yndislegt veður það var hlíðabolaveður og var ég ( Hugrún ) með rautt nef þegar heim var komið. Við komum síðan heim um kvöldmatarleytið, dauðþreytt eftir allt labbið um eyjuna.
Hér að neðan eru myndir frá ferðalaginu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2008 | 19:09
Smyge
Fórum til Trelleborgar um hádegi og kíktum til Önnu og Valla í kaffi. Fórum svo til Smyge sem er um 15 min að keyra frá þeim en það er syðsti oddi Svíðjóðar og ákaflega fallegur staður með bryggjulægi og nokkur hús sem var verið að selja handverk í.
Þar líka gamall reykofn sem var reyktur fiskur í til forna. það var mjög gott veður í dag reyndar svolítill blástur en mjög hlýtt.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 33492
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar