Færsluflokkur: Ferðalög
21.9.2008 | 15:00
Leiðinda veður
Er búið að vera leiðinda veður undanfarna daga. Vöknuðum um átta í gær þá kom haglél og sáum við það á stofuglugganum. Ég Hugrún fór að vinna klukkan níu og var að vinna til þrjú skruppum þá til Reykjavíkur Ásta hans Kidda bróður átti afmæli stoppuðum í smá stund tékkuðum þá á íbúðinni uppí Iðufelli og tókum smá með okkur heim og eftir það kíktum við til Matta og Stínu komum svo heim um ellefu.
Í dag höfum við tekið því rólega fórum í gönguferð hérna um Hvanneyri og verð ég (Hugrún) svo að vinna frá fjögur til níu í kvöld.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2008 | 22:45
Helgin
Þetta er búin að vera mjög notaleg helgi. Sjana og Stebbi kíktu í heimsókn á laugardaginn og um kvöldið kíktum við í heimsókn til Guðrúnar og fórum svo í smástund á pöbbinn hér á Hvanneyri. Kiddi og Ditta komu í heimsókn á sunnudeginum og fórum við útí stóra fjós öll saman og höfðu krakkarnir mjög gaman af því. Tók myndir af krökkunum í fjósinu og læt þær fylgja með.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 21:58
Langavatn
Var að vinna til hálf eitt í dag og fór heim tók það rólega þangað til Gaui kom heim. Fórum upp að Langavatni í Borgarfyrði og þvílík fegurð það var alveg helling af berjum þarna og tíndi ég smá. Vorum reyndar frekar seint á ferðinni en ætlum alveg örugglega að fara aftur og þá fyrr að deginum. Læt fylgja með myndir af berjum og frábæru útsýni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 09:44
Flutt til Hvanneyrar
Erum búin að standa í flutningum síðan 29 ágúst og er nýi jeppinn búinn að vera vel nýttur. Gaui fór sem dæmi með þvottavélina þurkarann og sjónvarpið ( það er 40 tommu ) í einni ferð.
En á sunnudag var restin tekin, Maggi og Kiddi voru alveg snillingar í burði í Reykjavík en hérna á Hvanneyri hjálpuðu Valdi og krakkarnir hans okkur. Það er komin tilhlökkun að sofa í rúminu okkar enda erum búin að sofa á vindsæng síðan 30 ágúst sem var ekki slæmt en samt sem áður jafnast ekkert á við rúmið okkar enda þvílíkur draumur núna.
Set inn myndir af fluttningsfólkinu á Hvanneyri en ég var ekki í Reykjavík til að taka mynd af Magga og Kidda. Verð að fá að bæta við, fórum til Reykjavíkur ég (Hugrún) fór til læknis og kom allt frábært út úr því vorum svo að stússast í bænum. Komum svo heim til Hvanneyrar um sex. Fór ég í kvöld á opið hús í handavinnubúð á Borgarnesi sem er á hverjum þriðjudegi og var með handavinnu með mér og var mjög gaman.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2008 | 10:18
Hvanneyri
Margt að gerast þessa dagana. Erum komin á Hvanneyri fékk vinnu (Hugrún) í Olís í Borgarnesi og þessa vikuna erum við í herbergi á skólanum, en þann fyrsta sept fáum við þriggja herbergja íbúð sem við verðum í til bráðabirgða í þrjá til fjóra mánuði svo fáum við þriggja herberja íbúð í parhúsi. Þannig að næsta helgi fer í það að flytja. Ætla að bæta smá við, fór áðan í göngutúr hérna um Hvanneyri í yndislegu veðri tók nokkrar myndir og læt fylgja með.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2008 | 23:37
Kvennareið
Fórum til Hvammstanga í gær til að fylgjast með hinni árlegu kvennareið. Fórum við um tíu um morguninn og komum norður um eitt, hittum stelpurnar uppí hesthúsi um hálf fjögur og fylgdumst með þeim og var tekið mikið af myndum.
Fóru þær ferðina í tveimur hollum eftir fyrstu var stoppað við rétt og hestarnir settir inn á með var farið í leiki og og ný nefnd stofnuð. Var svo haldið áfram allir kátir og glaðir, voru allir komnir á endastöð um átta um kvöldið og var þar grilluðu stelpurnar og borðuðu. Við Gaui fórum til Hvammstanga og var þá Matti búinn að grilla lambakjöt og var það mjög gott.
Gaui fór síðan og sótti stelpurnar eða Stínu, Tótu og Unni og fórum við seint heim á leið eða um ellefu. Þurftum við að koma við á Hvanneyri í heimleiðinni þar sem Gaui þurfti að starta netþjóni.
Keyrðum við smá þar um og vorum við stoppuð af löggunni þar og var Gaui látinn blása og auðvitað var allt í orden. þegar við keyrum afleggjarann til baka áleiðis til Borgarnes viti menn þá sjáum við blikkandi lögguljós og var gert að stoppa. Þetta reyndust vera sömu löggurnar og stoppuðu okkur korteri áður. Alltaf gott löggan er virk á góðu nótunum. Jæja restin af heimferðinni gekk áfallalaust fyrir sig og komum við um hálf tvö heim bæði örþreytt. Læt fylgja myndir úr kvennareiðinni frábæru. það sem eftir var helgi höfðum við það rólegt.
Ferðalög | Breytt 18.8.2008 kl. 12:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.8.2008 | 19:54
Loksins ný færsla
Það er mikið búið að gerast hjá okkur að undanförnu. Fórum um verslunarmannahelgina í þjórsárdalinn á fimmtudeginum og keyrðum á föstudeginum með Önnu og Valla í Landmannalaugar.
Fórum Dómadalsleið að Landmannalaugum og fékk Gaui að prófa nýa jeppann og keyra yfir nokkur vöð og keyrðum hina leiðina til baka eða að Hrauneyjavirkjun. Fórum á laugardeginum aftur til Reykjavíkur og náðum í mömmu hans Gaua og fórum á ættarmót að Smáratúni í Fljótshlíð og var það mjög gaman enduðum svo helgina á sameiginlegum kvöldmat þ.e.a.s komum öll með okkar mat og borðuðum saman
Fórum síðan um helgina á Fiskidaginn mikla á Dalvík, fórum á föstudeginum og vorum við komin um níu. Þegar þangað var komið hittum við vinkonu okkar Denice, mömmu hennar og systur. Við dömurnar fórum við heimahúsin þar og fengum okkur fiskisúpu, en bæjarbúar bjóða uppá ókeypis súpu á föstudeginum. Þær voru meiriháttar góðar.
Fórum á laugardeginum niðrá bryggju og var þar boðið uppá margt fiskmetið og var það ókeypis og vorum svo mett að við fengum okkur ekkert að borða um kvöldið. Fórum á bryggjusöng á laugardagskvöldið ásamt fleirum og var það mjög gaman. Kvöldið var svo endað með að fara seint í sæng ánægð og glöð. Á sunnudeginum var farið áleiðis heim og kíktum við á pabba og Gullu en þau voru í Hrafnagili í Eyjafirði. Komum svo seint um síðir heim eða um hálf ellefu um kvöldið þreytt og ánægð eftir helgina.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2008 | 20:51
Nýi bíllinn ISUZU TROOPER
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.7.2008 | 03:00
Komin heim til Íslands
Við komum til Íslands á fimmtudag. Flugið gekk vel og fylgir hér á eftir smá upptalning um hvað við gerðum síðustu dagana í Svíaríki.
Laugardagur 13 júlí
Okkur tókst að selja hjólhýsið í vikunni og eigum að afhenta það á þriðjudag. Notuðum daginn til að kveðja yndislega nágranna okkar hér í Jagersbo og byrjuðum á því að bjóða í kaffi og kökur og enduðum daginn á áfengu meðlæti sem fengið var í Þýskalandsferðum okkar.
Sunnudagur 14 júlí
Notuðum daginn til að setja niður í töskurnar og undirbúa heimferð. Fórum síðan til vina okkar í Trelleborg og vorum þar um nóttina.
Mánudagur 15 júlí.
Notuðum daginn til að þrífa hjólhýsið og undirbúa það fyrir afhendingu á þriðjudag. Kaupendurnir komu á þriðjudag og voru að sjálfsögðu jafn brosmildir og glaðir þegar þeir drógu hjólhýsið í burtu eins og við vorum sorgmædd, enda hafði hjólhýsið verið heimilið okkar s.l. 4,5 mánuð. Þegar hýsið var farið fórum við niður í Trelleborg til vina okkar Önnu og Valla og gistum þar þangað til við fórum í flug til Íslands á fimmtudeginum.
Miðvikudagur 16 júlí.
Nutum sólarinnar og fórum Hugrún og Anna til Kivik á austurströnd "Skánar" og fórum þar á markaðinn sem er stærsti árlegi markaðurinn á "Skáni" Á fimmtudeginum keyrðu Anna og Valli okkur til kastrup. Semsagt 4,5 mánaða sumarfríi er lokið.........
Að sjálsögðu mætti Guðjón í vinnuna á föstudeginum enda "vinnualki". Föstudagurinn og laugardagur voru síðan nýttir til að leita að bifreið í staðinn fyrir hinn yndislega Volvo sem við seldum þegar við fórum til Svíaríkis í byrjum mars mánaðar.
Set inn mynd af okkar yndirslegu nágrönnum á tjaldstæðinu í Jagersbo.
Ferðalög | Breytt 21.7.2008 kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2008 | 21:38
Kivik
Fórum af stað um hádegi í dag til að skoða austurströnd Skánar. Keyrum niður til Hörby og fórum þaðan eftir skemmtilegum skógarvegum til bæjarins Kivik sem m.a. er þekktur fyrir að þar er haldinn risamarkaður einu sinni ári.
Þetta er lítill sætur sjávarbær. Þegar þangað var komið hringdu tveir sem vildu skoða hjólhýsið sem við höfðum sett á sölu. Og viti menn við keyrðum heim í Jagersbo með hraði og seldum hýsið strax fyrra parinu sem kom að skoða. Afhentum vagninn á þriðjudag, passlega fyrir heimferð sem er á fimmtudag næstu viku.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 33490
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar