Færsluflokkur: Ferðalög
8.11.2008 | 23:07
Stykkishólmur
Las í Skessuhorni að það væri svo mikil síld alveg uppí fjöru í Stykkishólmi svo okkur langaði að sjá og lögðum við af stað um hádegi upp eftir. Vorum komin um tvö leitð. Það voru helling af skipum alveg uppí fjöru þar og tók ég (Hugrún) nokkrar myndir. Keyrðum síðan aðeins um í Stykkishólmi og var þar nú ekki mikið um að vera svo við stoppuðum stutt. Við vorum svo heppin að við náðum þurru í ferðinni eða svona nokkurn veginn. Stoppuðum á leiðinni heim og tók ég (Hugrún) myndir af því að það var svo mikil stilla. Læt fylgja myndir með.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2008 | 21:37
Nudd
Fórum í dag til Reykjavíkur við hjónakornin. Ætlunin var að Gaui ætlaði að hitta mann í bænum en svo fór að hann gat ekki hitt hann. Kíktum á Áslaugu og Sigga og fengu ekki neitt smá góðar mótökur okkur var boðið upp á flatkökur og skonsur og heimagerða kæfu þvílíkt góðgæti og fengum við kæfu með okkur namm.
Á heimleiðinni ætluðum við að koma við í Krónunni í Mosó og vildi ekki betur til en það að þegar við erum að keyra úr hringtorginu við olís og erum í innri hring að stór flutningabíll keyrir á okkur en sem betur fer sá ekkert á okkar en hann lenti á brettaútvíkkuninni en þar var skrúfa,þannig að á hans bíl var djúp rispa og sverta. Og ekki nóg með það áður en við náðum að komast úr Mosó þá svínaði einn fyrir okkur og þurftum við að snarhæja á okkur. Komum við heim um sex eftir að hafa keyrt undir Hafnarfjalli í 34 metrum á sek. Jæja allt er gott sem endar vel.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2008 | 22:46
Bæjarferð
Ég (Hugrún) var að vinna alla helgina og Gaui og stóðst ekki mátið og fór á laugardaginn að vinna á Reykjum í Ölfusi og Stóru Ármótum.
Fór í dag í bæinn með tveimur úr vinnunni og fórum við á flakk um . Fékk fyrir okkur Gaua hlýjar sængur. Það var orðið rifrildi um sængurnar, önnur okkar var orðin lúin svo nú getum bæði unað glöð með þær nýju. Kíktum líka í IKEA og var þar margt að sjá og kaupa , fengum okkur að borða í byrjun og fékk ég mér hangikjöt með öllu það er alveg snilld hjá þeim ódýrt og gott. Vorum komnar heim um átta eftir frábæran dag.
Ferðalög | Breytt 4.11.2008 kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2008 | 22:23
Góð helgi
Fórum í gær í bæinn í Iðufellið og náðum að gera helling. Kíktum líka til Lollu og Magga og þáðum kaffi og með því kaffisopinn alltaf góður. Komum aðeins við hjá Kidda og Dittu í stutta stund. Svo var farið heim enduðum svo góðan dag á að fara á pöbbinn hér á Hvanneyri og skröltum ánægð seint heim
Sunnudagurinn; Í dag er búið að vera yndislegt veður. Fórum um eitt af stað og keyrðum upp að Hraunfossum og gengum þar um og skoðuðum Barnafossa líka keyrðum heim um fjögur í kvöldsólina og tók ég (Hugrún) nokkrar myndir og læt fylgja með.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2008 | 20:16
Kalt
Fórum til Reykjavíkur á fimmtudag mamma hans Gaua var 85 ára þann sama dag kíktum til hennar, og kíktum á pabba og Gullu líka okkur var boðið í mat hjá þeim Fengum alveg svakalega góðan fisk. Í dag kíktu Matti Stína og Tóta til okkar, og fórum við svo smá rúnt seinnipartinn og tók ég (Hugrún) smá af myndum læt fylja með tvær. Verð að bæta við það er orðið mjög kalt úti núna það er farið að frysta á pollunum úti.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 22:47
Punktar
Á föstudaginn var uppskeruhátíð hjá Gaua í vinnunni og var boðið uppá margt sem var framleitt af landbúnaðarháskólanum. Þetta var búið um tólf og kom þá Gaui heim og kíktum við þá á pöbbinn og var þar mikið af fólki og mikið gaman þannig að við vorum frekar framlág á laugardeginum
Laugardaginn fórum við í bæinn og kíktum aðeins á Ásdísi og Hadda í Mosó og kíktum líka til pabba (Hugrúnar) í smá stund og vorum komin snemma heim
Sunnudaginn fórum við aftur í bæinn í Iðufellið og náðum að pakka helling.
Ég (Hugrún) vaknaði um níu í morgun. það var svo mikið af gæsum að fljúga hér yfir alveg yndislegt að sjá. Það var alveg yndislegt veður í dag alveg blankalogn og blíða en reyndar finnur maður að það er að kólna þurftum reyndar að skafa af bílnum í dag.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.10.2008 | 14:21
Sauðamessa og fleira
Á föstudaginn skutlaði Gaui mér í vinnuna og á leiðinni sáum við ref hvítan og sætan, höfðum aldrei séð ref í náttúrunni. Það var svo fallegt veður á föstudeginum ég (Hugrún) hafði litlu myndavélina með mér í vinnuna og tók nokkrar myndir útum gluggann.
Á laugardaginn var ég (Hugrún) að vinna til þrjú og sótti Gaui mig og kíktu við í Skallagrímsgarð en sauðamessa var í Borgarnesi á laugardaginn. Þar var mikið um að vera hljómsveit að spila og söluvarningur í tjöldum keypti mér fallega englalugt á vegginn á mjög góðu verði. Fórum svo heim og höfðum það náðum það sem eftir var dags.
Í dag fórum við rúnt um Borgarfjörðinn, sáum Deildartunguhver og er hann mjög flottur, fórum líka aðeins í Reykholt líka verð að bæta einu við, við Deildartunguhver var verið að selja tómata úti og átti fólk að borga í einskonar póstkassa sem mundi ekki ganga hvar sem er. Núna er frekar drungalegt úti rigning og leiðinlegt skyggni.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2008 | 23:30
Vetur
Fórum til Borgarnes um hálf átta og á leiðinni sáum við hvítan ref hef aldrei áður séð hann svona í náttúrunni mjög sætur. Fórum um hádegi til Reykjavíkur að stússast og vorum við komin aftur heim um sjö leitið, þá litum við útum gluggann og viti menn farið að snjóa
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 01:00
Gestagangur
Um helgina var nokkur gestagangur hjá okkur nýbúunum á Hvanneyri. Hjörtur og Steinunn kíktu við á laugardag, og síðan komu Pabbi (Hugrúnar) og Gulla og gistu hjá okkur. Sunnudaginn notuðum við síðan til að fara í bæinn og reyna að halda áfram að tæma íbúðina í Iðufelli, en það gengur ákaflega hægt sökum anna. Kíktum einnig á Magnús bróðir Hugrúnar
Við tókum með okkur tjaldvagninn tilbaka og ætlum að reyna að koma honum í geymslu í Bæjarsveit. Læt fylgja með eitt af snilldar myndefnum Hugrúnar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 01:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.9.2008 | 22:37
Lífið og tilveran
Það er búið að vera nóg að gera hjá Gaua hann fór í vikunni austur að Stóru Ármótum. En í dag var svo yndislegt veður allavega um hádegi svo ég (Hugrún) fór aðeins fyrr í vinnuna og tók myndavélina með og tók myndir í Borgarnesi nánar tiltekið við Brákarsund læt ég fylgja mynd með.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar