Færsluflokkur: Ferðalög

Svíðþjóð.

Föstudagur  þann 14:    Lentum um hádegi og tókum strætó að bílaleigunni og fengum þennan fína Volvo  V70 mikið fínni bíl en við áttum að fá. Keyrðum svo að hótelinu og ég lagði mig í klukkutíma og fórum svo og kíktum á Elínu, vorum komin um tíu aftur uppá hótel.

Laugardagur:  Vorum komin um ellefu til Elínar og var lagt af stað áleiðis að tjaldstæðinu. Vorum við komin um sjöleitið.

Sunnudagur: Fórum útí Öland og skoðuðum okkur aðeins um og í bakaleiðinni var verslað í matinn og það sem vantaði uppá.

Elín við myllu á Ölandi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Mánudagur: Fórum í dýragarðinn á Ölandi sem er með vantsrennibrautir og parísarhjól og var farið í allt mikið gaman.

Gaui í dýragarðinum.  Elín í vatnsrennibrautinni.  !!! Hvar er ég ( Hugrún )

 Þriðjudagur: Var tekið rólega á svæðinu og farið í sund í sól og yndirslegu veðri Smile

Elín og Gaui í minni lauginni á svæðinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 Miðvikudagur: Fórum á búgarð sem voru elgir, vorum komin þar um fjögur og fylgdumst við Elín með þegar þeim var gefið.

Elín og elgir.  Elgur.

 

 

 

 

 

 


Góður sunnudagur.

Vaknaði um átta í morgun og leit út um eldhúsgluggann og blasti við mér yndirslegur morgunroði á himni svo ég vakti Gaua og plataði hann í smá göngu í morgunsárið og fórum við litla hringinn niðrí dal og tók smá myndir.

Fórum með Matta og Stínu um hádegi að Ölkelduhálsi og löbbuðum við Stína niður að Rjúpnabrekkum sirka fimm km í yndirslegu veðri. Fóru Matti og Gaui á meðan í sund í Hveragerði og tóku svo á móti okkur á kaffihúsinu Dalakaffi. Enduðum svo daginn á því að vera boðið í mat hjá Matta og Stínu.

 


Elín á hestbaki.

Fórum uppá Hvanneyri í dag. Beta bauð Elínu á hestbak og fóru þær stóra hringinn á Hvanneyri. Síðan var keyrt í bæinn og var okkur boðið í mat úti í garði hjá Dittu. Set ég myndir með.

Elín  Beta og Elín á hestbaki Matarboð hjá Dittu


Margt gert !!!!!

Fórum í tveggja nátta útilegu að Varmalandi í Borgarfirði verðið var var mjög gott og var farið í sund báða dagana og var farið í Borgarnes og Varmald. Komum við hjá Guðrúnu Bjarna sem var með opið hús í nýu vinnustofunni sinni.

Elín og Ásta flottar í Varmalandi Guðrún Bjarna í nýu vinnustofunni sinni.

Fórum í Nauthólsvík 3 júlí og fóru Gaui Ásta og Elín í sjóinn ég fylgdist með þeim og tók myndir.

Elín Gaui og Ásta í sjónum í Nauthólsvík

Daginn eftir fórum við í dagsferð í Slakka með Elínu og Ástu og í heileiðinni stoppuðum við á tjaldstæðinu við Minni Borg og grillaði Gaui hamborgara.

Elín og Ásta í SlakkaGaui að grilla hamborgara.

Fórum á Hvolsvöll með fellihýsið í tvær nætur og fórum við á fösudeginum í smá keyrslu um Fljótshlíðina og komum líka að Seljalandsfossi og löbbuðum við stelpurnar bak við fossinn.

Skoðum tjaldstæði í Fljótshlíðinni.Leikið sér við Seljalandsfoss

Í gær var safnadagurinn og fórum við uppá Hvanneyri og fór Pétur með okkur, á heimleið þurftum við að stoppa fyrir stóði af hrossum.

Pétur Gaui og Elín Hrossastóð


Jónsmessuhelgi.

Fórum héðan ( úr Reykjavík ) um hádegi á fimmtudaginn með Ástu og Elínu, og fórum á Eyrarbakka var fellihýsið sett niður á tjaldstæðinu þar. Skruppum til Hveragerðis í sund á föstudeginum.

Á laugardeginum vöknuðum við um tíu og var labbað í þorpið og horft á brúðubílinn og farið í leiki á stóru túni sem er þar, Matti og Stína komu um hádegi og var gert margt skemmtilegt td. fóru stelpurnar og Stína að vaða í sjónum og svo var grillað í kvöldmat. Þau fóru um níu.

Um tíu var kveiktur varðeldur niðrí fjöru og fórum við að sjá og var líka spilað og sungið. Á sunnudeginum tókum við saman og lögðum af stað heim og fórum suðurstrandarveginn og komum við í Krísuvík og stoppuðum smá. Ásta var svo komin heim til sín um fimm.

Í dag var svo kíkt í smá stund til Áslaugar og var svo farið á eftir í Húsdýragarðinn og var skemmt sér vel. Læt ég nokkrar myndir fylgja.

 

Gaui og stelpurnar að borða. Stelpurnar að labba á Eyrarbakka. Stelpurnar í sjónum Grillmatur með Matta og Stínu. Varðeldur um kvöldið.


Þingvellir ????

Hér var sofið út í morgun allavega til níu (Hugrún) hinir vöknuðu seinna Smile ekkert nema gott um það að segja erum í sumarfríi Smile . Ditta kom með Ástu hingað um hádegi og var ákeðið að keyra á Þingvelli en þegar við erum komin áleiðis byrjaði að rigna þannig að þá var bara skipt um skoðun og snúið við.

Keyrðum við Eilífsdalinn og Hvalfjörðinn og stoppuðum á leiðinni og voru nokkrar myndir teknar. Var farið yfir dragann í Borgarnes og fengum við kaffi og með því hjá Elsu. Komum við í bæinn aftur um sex. Læt ég nokkrar myndir fylgja með úr ferðinni.

Ásta og Elín Ásta og Elín Ásta og Elín

 


Sund og fleira !!

Löbbuðum í sund, fórum í Breiðholtslaugina og fengum okkur ís á eftir. Fórum og hittum Ástu og fengum kaffi hjá Dittu. Var farið svo í Nauthólsvíkina og fór Ásta með okkur var labbað um og tekið myndir. Læt ég nokkrar fylgja hér með.

Ásta og Elín í Nauthólsvík. Hoppa : ) Ásta og Elín að pósa : )


Nýi útileguvagninn.

Okkur er mikið búið að langa í nýjan ferðavagn eftir að við seldum tjaldvaginn okkar í fyrra. Mikið var búið að skoða og spekúlera, en enduðum á að kaupa í gær fellihýsi Coleman taos 98 mótel sem var mjög vel með farið.

Hringdi í pabba og var hann uppá Akranesi á tjaldsvæðinu og var skellt í bílinn sængum og keyrt uppá Skaga og buðu pabbi og Gulla okkur að borða og komum við heim í dag sæl og ánægð læt ég fylgja með myndir. 

Pabbi að tengja rafgeimirinn  Ég að setja á rúmið   Læt hana fylgja með þó að hún sé ekki í fókus

 


Keflarvíkurferð og útilega.

Á fimmtudaginn skruppum við til Keflavíkur, og þegar við komum þangað þá var Sigga (systir) í klippingu þannig að við skruppum til Sandgerðis á smá rúnt. Komum við í bakaleiðinni og fengum við kaffi og með því úti á verönd í yndirslegu veðri.

Elín við stittu í Sandgerði Sigga og Ingibjörg Ásta

 

 

 

 

Á föstudeginum fórum við í útilegu að Þórisstaðavatni og tókum við Ástu hans Kidda bró með okkur, komum við á staðinn um fimm og gátum við valið um stæði en seinna um kvöldið þá fylltist allt. Matti og Stína komu í mat um kvöldið höfðum við boðið þeim í mat.

Á laugardeginum vöknuðum við um tíu og var aðeins reint við að fiska í vatninu en enginn beit á, svo stelpurnar undu sér samt vel í ýmsum leikjum. Fórum við heim á leið um þrjú og fórum við Hvalfjörðinn heim og var oft stoppað á leiðinni. Stoppaði Gaui og grillaði sikurpúða á einota grilli sem við vorum með. Var endað ferðalagið á því að stoppa í ísbúð í Reykjavík og kaupa ís. Ásta var svo komin til síns heima um sex.

Spiluðum veiðimann við stelpurnarGaui að grilla sikurpúða

nammi namm


Sumar

Byrjuðum í sumarfríi um Hvítasunnuna og fórum þá á ættarrmót að Stóra Hofi var þetta ættin hans Gaua og fór Pétur með.

Gaui fór svo þann 13ánda til Stokkhólms að sækja Elínu og kom hann sama dag til baka með hana.

Fórum í útilegu með Elínu og Ástu hans Kidda bróður, fórum við að Geysi og vorum við þar á tjaldstæðinu í tvær nætur.

Mikið er búiið að gera síðan þá s.b.r farið að veiða í Reynisvatni og vikuferð til Bolungarvíkur og var frekar kalt þá en mjög gaman, fórum til Skálavíkur og á leiðinni var snjóskafl.

Í dag fórum við uppá Hvanneyri með Pétur og Elínu og fékk Elín að fara á hestbak og var Beta svo yndirslega að fara með hana.

Læt ég fylgja nokkrar myndir með.

 

Elín og Ásta að grilla sikurpúða í útilegunni Gaui í Tungudal

 Elín á hestbaki með Betu

 

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 32814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband