25.6.2012 | 20:21
Jónsmessuhelgi.
Fórum héðan ( úr Reykjavík ) um hádegi á fimmtudaginn með Ástu og Elínu, og fórum á Eyrarbakka var fellihýsið sett niður á tjaldstæðinu þar. Skruppum til Hveragerðis í sund á föstudeginum.
Á laugardeginum vöknuðum við um tíu og var labbað í þorpið og horft á brúðubílinn og farið í leiki á stóru túni sem er þar, Matti og Stína komu um hádegi og var gert margt skemmtilegt td. fóru stelpurnar og Stína að vaða í sjónum og svo var grillað í kvöldmat. Þau fóru um níu.
Um tíu var kveiktur varðeldur niðrí fjöru og fórum við að sjá og var líka spilað og sungið. Á sunnudeginum tókum við saman og lögðum af stað heim og fórum suðurstrandarveginn og komum við í Krísuvík og stoppuðum smá. Ásta var svo komin heim til sín um fimm.
Í dag var svo kíkt í smá stund til Áslaugar og var svo farið á eftir í Húsdýragarðinn og var skemmt sér vel. Læt ég nokkrar myndir fylgja.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2012 | 22:09
Þingvellir ????
Hér var sofið út í morgun allavega til níu (Hugrún) hinir vöknuðu seinna ekkert nema gott um það að segja erum í sumarfríi
. Ditta kom með Ástu hingað um hádegi og var ákeðið að keyra á Þingvelli en þegar við erum komin áleiðis byrjaði að rigna þannig að þá var bara skipt um skoðun og snúið við.
Keyrðum við Eilífsdalinn og Hvalfjörðinn og stoppuðum á leiðinni og voru nokkrar myndir teknar. Var farið yfir dragann í Borgarnes og fengum við kaffi og með því hjá Elsu. Komum við í bæinn aftur um sex. Læt ég nokkrar myndir fylgja með úr ferðinni.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2012 | 21:18
Sund og fleira !!
Löbbuðum í sund, fórum í Breiðholtslaugina og fengum okkur ís á eftir. Fórum og hittum Ástu og fengum kaffi hjá Dittu. Var farið svo í Nauthólsvíkina og fór Ásta með okkur var labbað um og tekið myndir. Læt ég nokkrar fylgja hér með.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2012 | 18:10
Nýi útileguvagninn.
Okkur er mikið búið að langa í nýjan ferðavagn eftir að við seldum tjaldvaginn okkar í fyrra. Mikið var búið að skoða og spekúlera, en enduðum á að kaupa í gær fellihýsi Coleman taos 98 mótel sem var mjög vel með farið.
Hringdi í pabba og var hann uppá Akranesi á tjaldsvæðinu og var skellt í bílinn sængum og keyrt uppá Skaga og buðu pabbi og Gulla okkur að borða og komum við heim í dag sæl og ánægð læt ég fylgja með myndir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2011 | 22:34
Keflarvíkurferð og útilega.
Á fimmtudaginn skruppum við til Keflavíkur, og þegar við komum þangað þá var Sigga (systir) í klippingu þannig að við skruppum til Sandgerðis á smá rúnt. Komum við í bakaleiðinni og fengum við kaffi og með því úti á verönd í yndirslegu veðri.
Á föstudeginum fórum við í útilegu að Þórisstaðavatni og tókum við Ástu hans Kidda bró með okkur, komum við á staðinn um fimm og gátum við valið um stæði en seinna um kvöldið þá fylltist allt. Matti og Stína komu í mat um kvöldið höfðum við boðið þeim í mat.
Á laugardeginum vöknuðum við um tíu og var aðeins reint við að fiska í vatninu en enginn beit á, svo stelpurnar undu sér samt vel í ýmsum leikjum. Fórum við heim á leið um þrjú og fórum við Hvalfjörðinn heim og var oft stoppað á leiðinni. Stoppaði Gaui og grillaði sikurpúða á einota grilli sem við vorum með. Var endað ferðalagið á því að stoppa í ísbúð í Reykjavík og kaupa ís. Ásta var svo komin til síns heima um sex.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2011 | 22:05
Sumar
Byrjuðum í sumarfríi um Hvítasunnuna og fórum þá á ættarrmót að Stóra Hofi var þetta ættin hans Gaua og fór Pétur með.
Gaui fór svo þann 13ánda til Stokkhólms að sækja Elínu og kom hann sama dag til baka með hana.
Fórum í útilegu með Elínu og Ástu hans Kidda bróður, fórum við að Geysi og vorum við þar á tjaldstæðinu í tvær nætur.
Mikið er búiið að gera síðan þá s.b.r farið að veiða í Reynisvatni og vikuferð til Bolungarvíkur og var frekar kalt þá en mjög gaman, fórum til Skálavíkur og á leiðinni var snjóskafl.
Í dag fórum við uppá Hvanneyri með Pétur og Elínu og fékk Elín að fara á hestbak og var Beta svo yndirslega að fara með hana.
Læt ég fylgja nokkrar myndir með.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2009 | 00:02
Flutningar. Útleiga
Fluttum um síðustu helgi úr skóla íbúðinni með frábærri hjálp frá Matta og Stínu. Og þvílíkt veður fór uppí 22 metra á sek í mestu hviðunum og gekk á með hryðjum. Vorum við svo heppinn að Pétur smiður lánaði okkur kerru til að flytja í,og einnig vorum við svo heppinn að ná með dótið á milli hryðja.
Set myndir frá flutningunum. Settum íbúðina í Iðufelli á leigu í síðustu viku og gekk það svo fljótt fyrir sig að við vorum að skrifa undir í dag, enda fengum við svo frábæra hjálp í gær við það að þrífa út en Ólöf hjálpaði okkur. Svo næst á dagskrá verður að ganga frá skóla íbúðinni að þrífa hana út Þannig nóg að gerast þessa dagana. En núna erum við flutt í tveggja herberja raðhús hér á Hvanneyri og í fyrsta skipti á ævinni er ég með sér þvottaherbergi og þvílíkt æði
Læt þetta duga í bili. Það gengur ekkert að setja inn myndir eitthvað lélegt netið hér svo ég reyni seinna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 00:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 22:35
Afmæli (Kristín Ösp)
Skruppum í bæinn bæði á laugardag og sunnudag, fórum á sunnudaginn aðeins í íbúðina okkar í bænum. Á sunnudaginn fórum við í Mosfellsbæ í þriggja ára afmælið hennar Kristínar Aspar en þar var margt um manninn og borðin kiknuðu af veitingum enda Ásdís snillingur í bakstri. Tók ég smá af myndum og læt fylgja með. Bæti einu við það var svo frábært sólsetur áðan og ég náttúrlega greip myndavélina og læt mynd fylgja.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 22:11
Helgin (Reykir Hveragerði)
Fórum að Reykjum Hveragerði á laugardaginn í Reykjapartí og höfðum við tjaldvagninn með. Gaui byrjaði á því að vinna því netið var niðri og á meðan kíkti ég á aldamótahátíðina á Eyrarbakka, og var margt þar um manninn.
þar var fullt plan af fornbílum og var mikið verið að selja í Gónhól (gamla frystihúsið). Hentum við upp tjaldvagninum þegar ég kom til baka og klæddum við okkur upp( ég náði að klára deginum áður skrokkinn minn og var í honum). Þegar við mættum á svæðið þá komumst við að því að þetta var óvænt tvöfalt afmæli Gurrý er fertug á árinu og Sveina er sextug og þvílík veisla Sam tengdasonur Sveinu og Þóra dóttir hennar Sveinu sáu um matinn og þvílíkt lostæti.
Höfðum við tjaldað tjaldvagninum þar á lóðinni og mikið var notalegt að labba bara út og fara að sofa. Fórum um hádegi daginn eftir og rétt kíktum á Sveinu og Kalla áður en lagt var af stað. Það var svo dásamlegt veður í Borgarnesi þegar við komum þar að ég stóðst ekki mátið og tók myndir læt fylgja.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 23:25
Við litlu flökkudýrin
Fórum á miðvikudaginn uppað Langavatni, hugmyndin var að kíkja eftir berjum en í fyrra var allt svart þar. Núna voru þau pínulítil og lítið af þeim en allavega tók ég myndir í yndislegu fallegu veðri.
Skruppum í dag í bæinn en Gaui þurfti að útrétta fyrir vinnuna sína og ég fékk að koma með : ) . Komum við hjá Matta og Stínu og þau buðu okkur í mat, takk kærlega fyrir okkur, hún var svo æðisleg að hjálpa mér að klára lopa light skokkinn minn en ég var lens á að hekla líníngu á kragann og handveginn. Enn og aftur takk kærlega Stína.
Ferðalög | Breytt 15.8.2009 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2009 | 23:17
Helgin
Skruppum til Reykjavíkur í gær kíktum niðrá bryggju og náðum í hornið á Gay pride sáum líka þessa flottu seglskútu og nokkra dáta uppáklædda Náði mynd af þeim og smá horn á Gaua. Stoppuðum ekki lengi í Reykjavík keyrðum heim en komum við í Borgarnesi í yndislegu veðri. Enduðum daginn á því að kíkja á pöbbinn hér á Hvanneyri og fenginn sér einn öl fyrir svefninn.
Fórum í dag smá rúnt hér um nágrennið og kíktum í heimsókn til Lalla og Bellu og fengum kaffi og með því.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2009 | 20:40
Verslunarmannahelgi að baki.
Fórum frá Hvanneyri um hádegi á föstudeginum. Komum við á Hvammstanga og kíktum til Unnar og Stefáns (dóttir Matta og Stínu). Fórum þaðan á þremur bílum komum að Hólum í Hjaltadal um sex leitið, þ.e. Matti, Stína, Tóta og við.
Á laugardeginum var farið víða. Byrjuðum á að keyra til Siglufjarðar og skoða okkur um í mjög fallegum bæ, fórum þaðan á Ólafsfjörð en keyrðum þar í gegn og héldum svo áfram að Dalvík og enduðum á Akureyri. Kíktum á Glerártorg og fengum okkur að borða fórum svo í jólahúsið alltaf gaman að skoða svo var haldið heim ( á Hóla ) á ný eftir um 360 km ferð.
Á sunnudeginum fórum við á Hofsós í yndislegu veðri og skoðum við okkur um. Fórum líka á Sauðarkrók og keyptum í matinn því Unnur, Stefán og börn komu um kvöldið og borðuðu með okkur.
Á mánudeginum fórum við til Sauðakróks og fórum við í heimsókn til vinafólks Matta og Stínu.
Á þriðjudeginum fórum við að Grettislaug í mikilli þoku og á bakaleiðinni tók ég mynd þar sem aðeins sást í gegn um þokuna, en um leið og ég kom aftur í bílinn þá sást ekki neitt. Lögðum af stað heim um fimm eftir yndislega helgi og þökkum kærleg fyrir okkur. Læt fylgja myndir úr ferðinni.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.8.2009 | 22:07
Margt á daga okkar drifið
Frá 4 til 12 júlí vorum við í Svíþjóð. Fórum við Gaui og Elín um þrjú um nóttina (þann 4 júlí) uppá völl frá Hvanneyri og lögðum við af stað kl átta um morguninn þegar við komum til Danmerkur um eitt þá fórum við strax yfir og tókum bíl í Malmö.
þaðan keyrðum við til Trelleborgar og komum við hjá Önnu og Valla og sóttum handklæði og fl. Það keyrðum við til Höör og fórum á tjaldstæðið og vorum þar í húsi í þrjá daga. Fórum þaðan til Malmö og skiluðum bílnum og fórum með lest til Linköping sem var þriggja tíma lestarferð með Elínu til mömmu sinnar. þar sváfum við eina nótt á Radion-Sas sem var mjög gott hótel.
Daginn eftir fórum við með lestinni til baka til Malmö en lentum í all svakalegri rigningu á leiðinni á lestarstöðina og komum rennvot þangað. Tókum annan bílaleigubíl í Malmö og keyrðum til Trelleborgar og vorum hjá Önnu og Valla í góðu yfirlæti restina á ferðinni.
Fórum 18 júlí og 19 með tjaldvagninn í ferð með Matta og Stínu að Gröf á Snæfellsnesi (7km að vegamótum) Stína og Tóta voru í hestaferð og höfðum við það gott á meðan með Matta. Meðal annars fórum við að Hraunsvatni og henti Gaui nokkrum sinnum útí en fékk ekki neitt. Alla vega góð útiveran. Um nóttina var ansi hvasst og ruggaði vagninn vel. Fórum við snemma á sunnudaginn eftir góða helgi.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2009 | 23:10
Flakk
Fórum af stað til Reykjavíkur um hádegi og þá höfðu Sigga og Baddi komið við hér og fengið lánaðan tjaldvagninn. Fórum við fyrst í Smáralindina og þar hitti ég Sissu og Bjarney og var systir hennar Sissu með líka og fékk ég mér súpu og brauð.
Fórum svo til Keflavíkur að sækja bílinn okkar sem var loksins tilbúinn af verkstæðinu, þvílíkir gullmolar sem við eigum sem að vinum: Að lána okkur bílinn sinn meðan okkar var bilaður (Matti og Stína) . Komum við svo við í bakaleiðinni hjá Kidda og Dittu og hittust Elín og Ásta og þvílíkir fagnaðar fundir, stoppuðum þar í smástund.
Og var síðan haldið heim á leið og fór María Rós með okkur upp í Grafarvog og vorum við komin heim um níu í kvöld öll þreytt.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 23:05
Góð helgi að baki.
Ásta hans Kidda bróður kom til okkar á fimmtudaginn og á föstudaginn var farið í útilegu. Fórum við um hádegi af stað og komu Matti og Stína og drógu tjaldvagninn fyrir okkur norður til Hvammstanga. Eftir þessi venjulegu stopp, Bónus og lofta sig "stopp" þá vorum við komin seinni partinn norður.
Laugardaginn var farið á hestbak og var Tóta þeirra Matta og Stínu svo frábær að leyfa stelpunum að fara á hestbak og leiddi hún þær nokkrar ferðir og þvílíkt hvað við vorum heppinn með veður. Vorum í yndislegri blíðu. Eftir hestaferðina var farið í sund og eftir það var borðað heima hjá Unni (dóttur Matta og Stínu) og Stebba.
Fórum heim snemma á sunnudeginum og komum Kiddi og Ditta uppá Hvanneyri til að að sækja Ástu. Eftir að hún var farinn var mikill söknuður hjá Elínu enda því þær voru svo yndislegar saman. Læt fylgja myndir.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2009 | 22:02
Nóg að gera.
Í gær fékk Elín eina sex ára í heimsókn mamma hennar var á fundi hér í skólanum og fékk hún að koma með. og mikið var gaman hjá þeim tveimur. Um kvöldið fórum við á Jónsmessugleði að Mannamótum við Skorradal og var mjög gaman var farið í leiki og tók Elín þátt í þeim og boðið var uppá grillaðar pylsur og varðeldur kveiktur. Læt ég fylgja myndir
Fórum við í sund í dag í Borgarnesi og eins og ávallt skemmti Elín sér konunglega fórum við þar á eftir upp að Þóristaðsvatni og að veiða gátum ekki verið lengi því flugan ætlaði okkur lifandi að drepa, fórum við þaðan aftur í Borgarnes og fórum útá bryggju og kastaði Elín nokkrum sinnum en veiddi ekki neitt en það er ekki aðalatriðið enda var mjög gaman að kasta. Komum við um átta þreitt og sæl heim. Læt ég fylgja með myndir frá deginum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 21:44
Elín og amma
Fórum um hádegi í bæinn. Var mikið gert, byrjuðum á því að fara í Hafnafjörð að kíkja á Magga og Lollu en stoppuðum ekki lengi. Fórum síðan og heilsuðum uppá mömmu hans Gaua og voru teknar myndir af þremur ættliðum. Var farið svo í húsdýragarðinn og skoðuð dýrin og farið í lestina (Elín) og hringekjuna. Við stoppuðum við ekki lengi því það var farið að rigna.
Fórum við þaðan og var keypt veiðistöng handa Elínu þannig að á planinu er að fara að veiða á morgun. Þaðan var farið í sundlaugina í Grafarvogi en það er ein sem elskar að fara í sund helst nýja á hverjum degi. Fórum við þaðan og kíktum aðeins á Matta og Stínu. Komum við heim um níu þreytt og sæl. Læt ég fylgja myndir frá deginum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.6.2009 | 23:26
Elín á Íslandi
Elín hans Gaua kom á föstudaginn var og komu mamma (Annika) og stjúpi (Staffan)hennar með hana, en þau voru í herbergi hér í skólanum en Elín hjá okkur.
Þau stoppuðu í fjóra daga og var prógramm á hverjum degi. Sem dæmi fórum við gullna hringinn Reyki Ölfusi að skoða nýja hverasvæðið, Kerið, Geysir, Gullfoss og Þingvellir og var farið annað hina dagana. Fóru þau á þriðjudeginum í Bláa Lónið en á meðan kíktum við til Grindavíkur.
Voru þau búin að panta sér hótelherbergi síðustu nóttina á gamla hersvæðinu. Komum við við á KFC í Keflavík og var lán í óláni að bíllinn komst inná bílastæði en þá kom svaka reykur úr pústinu þannig að við þorðum ekki að hreyfa hann.
Kom Baddi mágur og lánaði okkur bíl og skutluðum við þeim uppá völl. Fórum við á 17 júní í bæinn og aftur í Keflavík að skila bílnum en í bænum hafði Matti lánað okkur bíl frá sér (yndislegt að eiga góða að). Höfðum við það náðugt á fimmtudeginum. En í dag fórum við í bæinn og fórum í sund (Breiðholtslaugina). Höfum reyndar farið í með Elínu í Laugadagslaugina og Borgarneslaugina (í gær). Elín fær ekki nóg af að fara í sund, fórum síðan til Kidda (bróður) og Dittu á eftir og voru Ásta og Elín eins og samlokur allan tímann. Komum um níu svo heim sæl og ánægð.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2009 | 22:58
Reykir (Hveragerði)
Gaui fór í vinnuferð að Reykjum í dag og fékk ég að koma með. Var grillað og var máltíðin tær snilld eins og Sveinu kokki er einni lagið.
Fór ég og kíkti á hverasvæðið og var með mér dóttir Sveinu og barnabarn. Var mjög gaman að sjá og maður heyrði kraumið í hverunum. þar var verið að selja heimabakað rúgbrauð sem var bakað í einum hvernum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar