Margt á daga okkar drifið

Frá 4 til 12 júlí vorum við í Svíþjóð. Fórum við Gaui og Elín  um þrjú um nóttina (þann 4 júlí) uppá völl frá Hvanneyri og lögðum við af stað kl átta um morguninn þegar við komum til Danmerkur um eitt þá fórum við strax yfir og tókum bíl í Malmö.

þaðan keyrðum við til Trelleborgar og komum við hjá Önnu og Valla og sóttum handklæði og fl. Það keyrðum við til Höör og fórum á tjaldstæðið og vorum þar í húsi í þrjá daga. Fórum þaðan til Malmö og skiluðum bílnum og fórum með lest til Linköping sem var þriggja tíma lestarferð með Elínu til mömmu sinnar.  þar sváfum við eina nótt á Radion-Sas sem var mjög gott hótel.

Daginn eftir fórum við með lestinni til baka til Malmö en lentum í all svakalegri rigningu á leiðinni á lestarstöðina og komum rennvot þangað. Tókum annan bílaleigubíl í Malmö og keyrðum til Trelleborgar og vorum hjá Önnu og Valla í góðu yfirlæti restina á ferðinni.

Fórum 18 júlí og 19 með tjaldvagninn í ferð með Matta og Stínu að Gröf á Snæfellsnesi (7km að vegamótum) Stína og Tóta voru  í hestaferð og höfðum við það gott á meðan með Matta. Meðal annars fórum við að Hraunsvatni og henti Gaui nokkrum sinnum útí en fékk ekki neitt. Alla vega góð  útiveran. Um nóttina var ansi hvasst og ruggaði vagninn vel. Fórum við snemma á sunnudaginn eftir góða helgi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 32814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband