7.6.2009 | 23:08
Stiklað á stóru.
Fórum um hvítasunnuhelgina í fyrstu útilegu sumarsins, fórum á Blönduós og eru þeir með mjög gott tjaldstæði. Við lögðum af stað á laugardeginum og vorum komin um fimm á áfangastað og tókum það rólega það sem eftir var kvelds.
Fórum á sunnudeginum að Skagaströnd og síðan héldum við áfram uppeftir skaganum. Stoppuðum við mjög fallegt bjarg sem heitir Króksbjarg og fórum áfram og stoppuðum við Kálfshamarsvík en þar er mjög fallegur viti og rústir allavega þriggja húsa. Las ég við eitt að þar var síðast búið 1930, mæli ég með að sem flestir skoði. Fórum fyrir tangann og komum aftur að Blönduósi um sjö. Fórum við aftur heim á mánudaginn. Læt ég fylgja nokkrar myndir.
Föstudagurinn var afmælisdagurinn hans Jóns Ásgeirs náðum við að hitta á hann í Kringlunni og rétta honum pakka. Kíktum við á Guðrúnu og Valda á laugardagskvöldið og fórum við svo á pöbbinn á eftir og var mjög gaman.
Núna á sunnudeginum vorum við í þrifum í afleisingum og síðan var slappað af það sem eftir var kvölds.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.