Færsluflokkur: Ferðalög
7.4.2008 | 21:21
Malmö og Finnland
Fórum í dag að heimsækja Guðrún Bjarnadóttir (LBHí) og bónda í Malmö. Dagurinn var yndislegur, byrjaði með sól og 14 stiga hita. Gróðurinn er allur að taka við sér og vorið er loksins að koma.
Undir kvöld fórum við síðan heim í Jagersro til að undirbúa Finnlandsferð, en við verðum í Helsinki næstu 4 daga þar sem Guðjón verður á ráðstefnu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.4.2008 | 18:02
Dýragardur (Skanes Djurpark)
Vöknuðum seint í morgun, fórum á fætur kl hálf ellefu. Fengum okkur að borða og fórum í dýragarðinn sem er fimmtánmínútna keyrsla. Það var mikið að skoða og mörg dýr sem við höfðum ekki séð áður meðal annars elgir og storkur og fleiri dýr. Læt fylgja með myndir úr garðinum
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.4.2008 | 18:39
Froskurinn og Hugrún
Í gærkveldi lá við að Hugrún myrti frosk. Honum varð það á að þvælast fyrir henni í myrkrinu á leið hennar frá þjónustubyggingunni. Munaði aðeins 5 cm að hún stigi á hann. Hvoru brá meira er erfitt að segja.
Í dag fórum við til Hassleholm og síðan Horby sem liggur suður af staðnum sem við erum á. Þar fórum við og skoðuðum tjaldsvæðið sem við vorum að spá í fyrst. Annars fór dagurinn mest í að slæpast.
Verð að fá að bæta við. Gaui fór áðan út í fortjald og viti menn það var kominn gestur í inniskóna mína ég læt fylgja með myndir.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 18:55
Nýja fortjaldið
Það var nóg að gera í dag nýa fortjaldið sett upp það gekk frábærlega vel. Gaui fór og keypti kolagrill þannig að það var haldið uppá það með nautasteik. Þvílíkur munur engir skór inní hjólhýsinu Læt fylgja með mynd af hjólhýsinu og Gaua að setja saman nýja kolagrillið
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 17:10
Rólegheit og viðgerðir
Í gær var Gaui að gera við hjólhýsið þ.e.a.s skipta út festingum fyrir fortjaldið þær fóru þegar fortjalið fauk af, en við keyptum nýtt í Lidköping. Fórum í dag til Malmö og löbbuðum bara um og skoðum bæjarlífið. Komum heim um sjö. Þannig bara rólegheit. Má til að setja eina mynd af einum vini okkar sem sést reglulega á vatninu (ég tók hana í gærmorgun)
.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2008 | 19:43
Loksins komin heim aftur i jagersbo
Ferðalög | Breytt 1.4.2008 kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 18:50
Á ferðinni
Fórum í gær frá Jagersbo (tjaldstæðinu okkar í Hoor) klukkan 12:30 áleiðis til Lidköping sem er c.a. 340 km. Þetta var um 6 tíma keyrsla með stoppum. Í dag fórum við síðan að vatni þar sem "Trönur" frá Spáni koma einu sinni á ári og parar sig. Þessir stóru fuglar er ótrúlega fagur sjón. Í dag er talið að um 11.800 "Trönur" hafi verið þarna. Geysilegur mannfjöldi var þarna að skoða og taka myndir enda koma ljósmyndarar úr öllum heimshornum til að ljósmynda þetta fyrirbæri. Sjá http://www.hornborga.com
Síðan fór við að skoða gamlar klaustur rústir "Guðbrandsrústirnar" þar rétt hjá sem eru frá árinu 1100. Það var ákaflega merkilegt að sjá hversu vel þeim var viðhaldið og hversu stórt klaustrið hafði verið. Síðan á leiðinni í hjólhýsið í Lidköping komum fórum við að skoða fortjöld og fleira í "Husvagn-Svensson" . Sennilega sláum við til og fáum okkur nýtt fortjald m.m. í fyrramálið áður en við förum heim aftur í jagerbo.
Má til að bæta einu við, hér breyttist klukkan í dag. Nú erum við tveimur tímum á undan Íslandi
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 17:48
Kristianstad
Fórum í dag til Kristianstad ætluðum að leita að hjólhýsasölu en fundum hana ekki þar, fórum niðrí miðbæ en það var svo mikið af fólki að manni fannst maður vera að kafna, fórum þó aðeins í HM en ekki hvað , ég keypti mér slæðu. Á leiðinni heim sáum við skilti við veginn að eitthvað væri athyglisvert en það var hellir sem við keyrðum að, en þá var hann ekki opinn fyrr en í maí.
Jæja förum þá heim á við og komum við í matvöruverslun og komum síðan heim um sex leitið. Gaui þessi elska er að elda og í fyrsta skipti keyptur fiskur (norskur eldislax) svo er bara að vita hvernig smakkast, fiskurinn er náttúrlega bestur heima á fróni
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 22:08
Kanínur og syngjandi fuglar
Vöknuðum við að kanínurnar hlupu í kringum hjólhýsið og fuglarnir sungu fyrir okkur. Í gær fórum við til Landskrona og skoðuðum virkið (aftur). Ég plataði Gaua í göngutúr umhverfis síkið, aumingja hann, hann var tuðandi allan tímann (vorum í um klukkutíma ). Á leiðinni heim sá ég skilti við veginn sem stóð "slott" (herragarður) keyrðum þar að og ekki neitt smá herragarður. Tókum myndir og eyddum töluverðri stund þar.
Í dag fórum við í Trelleborg til að heimsækja vini okkar, Önnu og Valla, prófuðum GPS tækið hans Matta, sem stóð sig með prýði þegar Gaui reyndi að villast á fáförnum sveitarvegum. Annars notuðum við daginn mest til að slappa af.
Læt fylgja með mynd af pirruðum Gaua við virkið í byrjun gönguferðar, og af herragarðinum.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 19:32
Dalby - Einbýlið okkar
Fórum í dag um hádegi til að skoða húsbílasölu í Tommelilla þar sem við keyptum ljósaskerm í litlu stofuna okkar. Á á leiðinni tilbaka elti Gaui hugdetturnar mínar. Ég sá skilti við veginn sem á stóð "Konst gallery" og benti á verksmiðju. Þar var að finna myndlist og skartgripi. Þetta var rétt áður en við komum að þorpinu Dalby.Enduðum svo í Lundi en þar sem við fórum í risa raftækjabúð "MJÖG" ódýra. Við sem vorum nýbúin að kaupa straujárn sem var helmingi ódýrara þarna
.
Stuttu eftir að við komum heim í litla einbýlishúsið okkar byrjaði að snjóa. Allt er ný orðið hvítt úti. Stóru trén eru orðin alhvít og blæjalogn úti. Ljósin speglast í vatninu,,, hvílik fegurð
Hér er vægast sagt yndislegt að vera.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar