22.3.2008 | 16:10
Snjór og aftur snjór
Vöknuðum um átta. þegar ég leit út var ég að spá í er ég í Svíþjóð eða ennþá á Íslandi, það var kominn c.a. 5cm jafnfallinn snjór læt ég eina mynd fylgja með frá morgninum . Fórum upp í Hassleholm til að kaupa straujárn til að ég gæti straujað nýju flottu skyrtuna hans Gaua. Í bakaleiðinni tóku við snögga vinstri beygju út á skógarveg sem lá inn að þorpi sem heitir Vinslöv. Ég tók helling af myndum þegar við keyrðum eftir skógarveginum og fylgir ein þeirra hér að neðan.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2008 | 20:16
Slydda og rigning
Fórum til Malmö í morgun Gaua vantaði skyrtu til að vera á ballinu á morgun (förum á ball hér á svæðinu annað kvöld matur og dans). Á leiðinni niðurefir var slydda og þoka sem hætti í Malmö. Fórum til Falsterbo á sáum hundgamlan vita. og læt ég fylgja með mynd af honum (sem ég er búin að breyta smá) . Enduðum svo í Trelleborg eins og ávallt enda góðir vinir þar. Hafið það gott elsku vinir um páskana kveðja hér úr Svíaríki
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2008 | 19:11
Rólegheit
Það var tekið rólega í dag. Fórum í búð og keyptum í matinn. Var reyndar að bíða í allan dag eftir að geta þvegið þvott, þvottavélin og þurkarinn fóru í viðgerð á síðasta laugardag,gat þvegið um sex leytið loksins. það snjóaði í dag fyrri partinn en var mjög stillt veður. Hér hefur verið mikil aukning á fólki á svæðinu enda flestir Svíar komnir í páskafrí.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 20:25
Hassleholm
Fórum til Hasselholm í dag mjög fallegur bær. Skoðum svo stórt 400 ára gamalt óðalssetur fyrir utan bæinn og keyrðum þar um og skoðuðum. þar var virkilega fallegt en frekar kalt var úti. Komum svo heim í slottið okkar í Höör. það var svo fallegt úti. Sólin var að setjast. Læt fylgja með mynd af óðalssetrinu hesthúsunum og sólsetrinu og síðast og ekki síst mynd af Gaua (hann heimtaði að hún fylgdi með) he he.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2008 | 20:23
Snjór
Vöknuðum um níu leitið og brá heldur í brún þegar við litum út. Hvít jörð, sem gránaði að vísu eftir smá stund og hvítnaði síðan aftur... Svona gekk þetta framm eftir degi og þar sem verðurguðirnir gátu ekki ákveðið sig ákváðum við að leggjast í leti í dag.
Fórum reyndar í bíltúr í hinn enda bæjarins til að kíkja á stórmarkað. Ferðin þangað tók 5 mín en skoðunarferðin 2 tíma., enda mikið af freistandi vörum á frábæru verði.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2008 | 08:28
Trelleborg
Fórum til Landskrona á föstudag og lentum í rosalega fallegu veðri alveg stillt og ég læt fylgja mynd sem ég tók þar.
Í gær fórum við til Trelleborgar sem er um klukkutíma keyrsla héðan og fórum í heimsóknir,komum heim um sex. Erum að fara að horfa á Sænsku forkeppnina fyrir eurovision. Ps skrifa þessa færslu í dag af því að netið var svo hægt i gær.
Í dag sunnudag fórum við til Malmö í hjólhýsasölu vorum að tékka á hvað fortjöld kostuðu í bakaleiðinni komum við í litlu þorpi sem heitir Bara,þar skoðuðum við m.a kirkju. Ég læt fylgja með mynd af Gaua við kirkjuna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 20:08
Alpaka
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2008 | 20:48
Margt að ske
Fórum með ferju til Þýskalands í gær með bílinn,fórum þrjú að versla áfengi og fleira verðmismunurinn er ótrúlegur rauðvín 3 lítra á 8 hundruð. Fórum átta um morguninn og komum heim um miðnætti. Má til að láta fylgja með eina mynd af bílnum áður en við lögðum af stað frá Þýskalandi það var mikið hlegið að okkur þegar við vorum að skipuleggja í bílinn.
Það var mjög vont veður í morgun svo vont veður að fortjaldið fauk og stangir brotnuðu.Það lægði um tvö.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 09:02
Dásemd
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar