20.7.2008 | 03:00
Komin heim til Íslands
Við komum til Íslands á fimmtudag. Flugið gekk vel og fylgir hér á eftir smá upptalning um hvað við gerðum síðustu dagana í Svíaríki.
Laugardagur 13 júlí
Okkur tókst að selja hjólhýsið í vikunni og eigum að afhenta það á þriðjudag. Notuðum daginn til að kveðja yndislega nágranna okkar hér í Jagersbo og byrjuðum á því að bjóða í kaffi og kökur og enduðum daginn á áfengu meðlæti sem fengið var í Þýskalandsferðum okkar.
Sunnudagur 14 júlí
Notuðum daginn til að setja niður í töskurnar og undirbúa heimferð. Fórum síðan til vina okkar í Trelleborg og vorum þar um nóttina.
Mánudagur 15 júlí.
Notuðum daginn til að þrífa hjólhýsið og undirbúa það fyrir afhendingu á þriðjudag. Kaupendurnir komu á þriðjudag og voru að sjálfsögðu jafn brosmildir og glaðir þegar þeir drógu hjólhýsið í burtu eins og við vorum sorgmædd, enda hafði hjólhýsið verið heimilið okkar s.l. 4,5 mánuð. Þegar hýsið var farið fórum við niður í Trelleborg til vina okkar Önnu og Valla og gistum þar þangað til við fórum í flug til Íslands á fimmtudeginum.
Miðvikudagur 16 júlí.
Nutum sólarinnar og fórum Hugrún og Anna til Kivik á austurströnd "Skánar" og fórum þar á markaðinn sem er stærsti árlegi markaðurinn á "Skáni" Á fimmtudeginum keyrðu Anna og Valli okkur til kastrup. Semsagt 4,5 mánaða sumarfríi er lokið.........
Að sjálsögðu mætti Guðjón í vinnuna á föstudeginum enda "vinnualki". Föstudagurinn og laugardagur voru síðan nýttir til að leita að bifreið í staðinn fyrir hinn yndislega Volvo sem við seldum þegar við fórum til Svíaríkis í byrjum mars mánaðar.
Set inn mynd af okkar yndirslegu nágrönnum á tjaldstæðinu í Jagersbo.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
HæHæ. Velkominn heim. Kveðja Hjördís G.
Hjördís Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:04
Takk fyrir. Hef samband fljótlega.
Hugrún (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.