Færsluflokkur: Ferðalög

Þotið í gengum Frakkland og Spán

Gærdagurinn var langur, Keyrðum frá Lyon í Frakklandi niður til Terragona á Spáni  793km.

Í dag fórum við þaðan og alla leið niður til San Pedro del Pinatar 500km.   Byrjuðum á að skoða Flamingo rifið og koma okkur fyrir í húsinu. Semsagt 2200km ferðalagi lokið.

 

 

 

Vianden

Ætluðum niður til Frakklands en duttum niður á yndislegt þorp í Luxemburg  sem heitir Vianden og ákváðum að stoppa þar í 2daga.  Keyrðum þaðan í morgun 600km niður til Lyon í Frakklandi  og komum okkur fyrir á Ibis hótelinu.   Hitin hækkar eftir því sem sunnar dregur og fór í 28 stig í dag

IMG_1624


Dagur 2 Holland-Belgía og Luxemburg

Fórum snemma af stað niður á höfn í Rotterdam til að ná í draumabílinn okkar. Keyrðum síðan í gegnum Holland og Belgíu og villtum skemmtilega í sveitum Luxemborgar. Enduðum ferðina í dag í æðislegu litlu þorpi sem heitir Clrevaux.

300537163_392709443023554_3991142217858118507_n  303835971_1051027468915241_5604483899912852313_n


Ferðin byrjuð 2022

Jæja þá er ferðin hafin. Þegar við lentum í Amsterdam kom í ljós að það var verkfall hjá lestarstjórum þannig að við þurftum að taka leigubíl alla leið til Rotterdam. Bókuðum okkur inná hótel og lögðumst til andlegrar hvílu. Á myndinni er reykingasvæðið á flugvellinum.

302301614_377619991215072_6842390162023836776_n


Síðustu dagar Skopje og Búdapest.

Komum niður á Alexandertorg í fyrradag og sáum að þar var mikill undirbúningur í gangi. Þetta reyndist vera móttaka fyrir nýja evrópumeistara félagsliða, en Makidonulið varð i fyrsta skipti evrópumeistari.  Við komum okkur fyir meðal "handboltabullna" og bíðum síðan í 3 tíma í 30 gráðu hita eftir að móttakan byrjaði. Það var vægast sagt fjör á torginu enda þúsundir manns þar. í gærmorgun flugum við síðan til Búdapest og erum þar í góðu yfirlæti en ekki eins góðum hita.

 Evrópumeistararnir á leiðinni


Matarást :)

Við erum komin með matarást á Skopje, og ekki skemmir verðið. Tveir aðalréttir tveir stórir bjórar, tvö glös af hvítvíni og eftirréttur 4000 ísl :).

 

Maturinn minn (Hugrún) kjúklingaréttur. Nautakjötið hans Gaua :) Eftirrétturinn :)


Falleg gömul brú og búðarferð.

Fórum frá hótelinu að skoða gamla brú, restin af deginum var búðarferð. Og meira að seigja náði Gaui að kaupa sér leður sandala fyrir 2800. 

 

Gaui við brúna.


Krossinn og Matka gilið.

Fórum í skipulaða ferð í dag. Var byrjað á að fara upp að krossi sem er hátt uppá fjalli, var farið með kláfi.

Var farið svo að mjög fallegu gili og fórum við með báti inn gilið,í enda gilsins var hellir við fórum í.

Þegar við komum á hótelið í enda dagsins komu þrumur og eldingar.

 

Gaui í kláfnum.

 Gaui og ég við gilið.Ég inn í hellinum.  

 

Þrumur og eldingar. 


Frábært veður.

Fórum á sögusafnið og kíktum í búðir :)

Gaui við gosbrunn

Hitinn 33 gráður kl 7 að kveldi.

Gaui uppi á virkinu.Þarna voru seldir miðar í strædóinn.


Næsta síða »

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 32719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband