6.8.2009 | 20:40
Verslunarmannahelgi að baki.
Fórum frá Hvanneyri um hádegi á föstudeginum. Komum við á Hvammstanga og kíktum til Unnar og Stefáns (dóttir Matta og Stínu). Fórum þaðan á þremur bílum komum að Hólum í Hjaltadal um sex leitið, þ.e. Matti, Stína, Tóta og við.
Á laugardeginum var farið víða. Byrjuðum á að keyra til Siglufjarðar og skoða okkur um í mjög fallegum bæ, fórum þaðan á Ólafsfjörð en keyrðum þar í gegn og héldum svo áfram að Dalvík og enduðum á Akureyri. Kíktum á Glerártorg og fengum okkur að borða fórum svo í jólahúsið alltaf gaman að skoða svo var haldið heim ( á Hóla ) á ný eftir um 360 km ferð.
Á sunnudeginum fórum við á Hofsós í yndislegu veðri og skoðum við okkur um. Fórum líka á Sauðarkrók og keyptum í matinn því Unnur, Stefán og börn komu um kvöldið og borðuðu með okkur.
Á mánudeginum fórum við til Sauðakróks og fórum við í heimsókn til vinafólks Matta og Stínu.
Á þriðjudeginum fórum við að Grettislaug í mikilli þoku og á bakaleiðinni tók ég mynd þar sem aðeins sást í gegn um þokuna, en um leið og ég kom aftur í bílinn þá sást ekki neitt. Lögðum af stað heim um fimm eftir yndislega helgi og þökkum kærleg fyrir okkur. Læt fylgja myndir úr ferðinni.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir yndislega daga og samveru
Matti og Stína (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.