Verslunarmannahelgi að baki.

Fórum frá Hvanneyri um hádegi á föstudeginum. Komum við á Hvammstanga og kíktum til Unnar og Stefáns (dóttir Matta og Stínu). Fórum þaðan á þremur bílum komum að Hólum í Hjaltadal um sex leitið, þ.e.  Matti, Stína, Tóta og við.

Á laugardeginum var farið víða. Byrjuðum á að keyra til Siglufjarðar og skoða okkur um í mjög fallegum bæ, fórum þaðan á Ólafsfjörð en keyrðum þar í gegn og héldum svo áfram að Dalvík og enduðum á Akureyri. Kíktum á Glerártorg og fengum okkur að borða fórum svo í jólahúsið alltaf gaman að skoða svo var haldið heim ( á Hóla ) á ný eftir um 360 km ferð.

Á sunnudeginum fórum við á Hofsós í yndislegu veðri og skoðum við okkur um. Fórum líka á Sauðarkrók og keyptum í matinn því Unnur, Stefán og börn komu um kvöldið og borðuðu með okkur.

Á mánudeginum fórum við til Sauðakróks og fórum við í heimsókn til vinafólks Matta og Stínu.

Á þriðjudeginum fórum við að Grettislaug í mikilli þoku og á bakaleiðinni tók ég mynd þar sem aðeins sást í gegn um þokuna, en um leið og ég kom aftur í bílinn þá sást ekki neitt. Lögðum af stað heim um fimm eftir yndislega helgi og þökkum kærleg fyrir okkur. Læt fylgja myndir úr ferðinni.

 

Síldarmynjasafnið á Siglufirði Hofsós Hjaltadalur  Matti og Stína við Grettislaug Kirkjan að Hólum í Hjaltadal

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir yndislega daga og samveru

Matti og Stína (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband