Elín og amma

Fórum um hádegi í bæinn. Var mikið gert, byrjuðum á því að fara í Hafnafjörð að kíkja á Magga og Lollu en stoppuðum ekki lengi. Fórum síðan og heilsuðum uppá mömmu hans Gaua og voru teknar myndir af þremur ættliðum. Var farið svo í húsdýragarðinn og skoðuð dýrin og farið í lestina (Elín) og hringekjuna. Við stoppuðum við ekki lengi því það var farið að rigna.

Fórum við þaðan og var keypt veiðistöng handa Elínu þannig að á planinu er að fara að veiða á morgun. Þaðan var farið í sundlaugina í Grafarvogi en það er ein sem elskar að fara í sund helst nýja á hverjum degi. Fórum við þaðan og kíktum aðeins á Matta og Stínu. Komum við heim um níu þreytt og sæl. Læt ég fylgja myndir frá deginum.

Þrír ættliðir. Elín, Gaui og Elín Elín í Húsdýragarðinum (sjáið skrítnu hjónin í bakgrunni) Elín og grísinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 33543

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband