Hvammstangi

Við fórum á Hvammstanga í gær. Matti hringdi í okkur og sagði okkur að það væri hestasýning barna þá um kvöldið og mundu barnabörn hans taka þátt. Ákváðum við að skreppa norður og vorum við komin um sjö um kvöldið. Horfðum við á sýninguna og var hún alveg frábær, en  börnin voru  alveg niðrí tveggja ára sem voru að sýna. 

Við komum aðeins við hjá Unni dóttur Matta og Stínu og tók ég myndir af Tótu dóttur Matta og Stínu og barnabarni en þær voru í þjóðbúningi sem Stína og Unnur höfðu saumað. Læt ég fylgja með myndir af þeim og mynd af barnabarni Matta og Stínu. Keyrðum við heim um hálf ellefu í alveg yndislegu veðri tunglskynsbjörtu.

Tókum við því rólega í dag fórum í Bónus í Borgarnesi og það  var alveg greinilegt hvaða helgi var skollin á um tólf á hádegi og var alveg brjálað að gera. Jón Ásgeir kom í heimsókn í dag var hann á leiðinni í bústað til pabba síns í Borgarfyrði. Höfðum við það náðugt það sem eftir var dags.

Tóta og Emilía Diljá í þjóðbúníngum Emilía Diljá að býða eftir að sýna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband