Sumarbústaðarferð

Fórum  á föstudaginn austur fyrir fjall eða í Vaðnes í Grímsnesi í sumarbústað og voru Matti og Stína með okkur. Var ferðin austur yfir heiðina frekar leiðinleg. Mikil hálka og skafrenningur en við komumst heilu og höldnu í bústaðinn en þangað komum við um sexleitið . Við heyrðum um kvöldið að veðrið hefði versnað og var heiðinni lokað við alltaf jafn heppinn Smile.

Fórum á laugardaginn í smá rúnt og kíktum til Pabba og Gullu. Gulla í málarahúsinu sínu að mála  og tók ég mynd af henni og læt ég fylgja með. Fórum við svo niður á Eyrarbakka. Ég (Hugrún) hafði heyrt að það væri búið að rífa æskuheimili mitt, en það hafði farið svo illa í jarðskjálftanum s.l sumar. Höfðu þeir gert það mjög snyrtilega og var það eins og ekkert hús hefði verið þar, læt ég fylgja með mynd af þeim tveimur sem eftir eru (Mundakotunum).

Höfðum það svo það bara náðugt það sem eftir var kvölds við (Hugrún) Stína við hannyrðir og þeir að horfa á sjónvarp.

Fórum við svo heim á leið um hádegi á sunnudegi og gekk það alveg glimrandi. Reyndar er alveg hundleiðinlegt veður núna á Hvanneyri,  skafrenningur og leiðinlegt skyggni. Tók ég (Hugrún) mynd af veðrinu frá tröppunum og læt ég fylgja með mynd.

 

Gulla að mála. Mundakotin tvö sem eftir eru. Kom hryðja um hálf sjö. Tekin af tröppunum heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir yndislega helgi. kv. Stína og Matti

Stína og Matti (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband