8.3.2009 | 23:15
Ánæjuleg helgi
Margt er búið að gera þessa helgi. Stebbi og Sjana komu um hádegi á laugardaginn og fórum í svona venjulega skoðunarferð um Borgarfjörð með þau, byrjuðum á Deildatunguhver alltaf jafngaman að sjá hann, svo var það Reykholt skoðuðum við okkur þar aðeins um Snorralaug og fleira, var svo haldið áfram áleiðis að Húsafelli stoppuðum reyndar við Hraunfossa og Barnafossa alltaf jafngaman að koma þarna, keyrðum svo upp að Húsafelli og skoðuðum aðeins. Var svo farið áleiðis til baka að Hvanneyri fórum við gömlu leiðina eða yfir gömlu Hvítabrúna. Komum við um sex heim og fengum við okkur að borða og áttum við öll góða kvöldstund saman, sváfu Stebbi og Sjana hjá okkur og fóru þau til Reykjavíkur um ellefu á sunnudagsmorgun. Læt ég (Hugrún) fylgja myndir með úr ferðinni.
Skruppum við Gaui til Reykjavíkur um tólf og byrjuðum að kíkja á mömmu hans Gaua og fórum við svo í Smáralindina því Gaua vantaði skó og fundum við þrælfína skó í Hagkaup. Vorum við komin heim um sex og höfðum við það gott það sem eftir var dags.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.