1.12.2008 | 20:55
Síðasta vika og helgi
Fórum á miðvikudaginn í bæinn og hittum Áslaugu og Sigga og fengum kaffi og með því. Voru Anna Valli, Einar, og Sverrir. Voru þau komin í jarðaför pabba hans Valla.
Kom Anna færandi hendi en hún hafði keypt fyrir mig (Hugrún) peysur og boli og Gaui fékk líka peysu þannig hann fer ekki í jólaköttinn.
Fórum á fimmtudagskvöldið á bingó sem var haldið hér í Landbúnaðarháskólanum var troðfullt hús var mjög gaman voru mjög flottir vinningar.
Á föstudaginn skutlaði Gaui mér í vinnuna sem er ekki frásögu færandi nema bíllinn bilaði komst hann með herkjum heim og vorum við að komast að því að túrbínan er farin. Túrbínan kostar aðeins 240.000 en sem betur fer er minna en 6 mánuðir frá því að við keyptum bílinn af B&L. Náðum við að semja við þá um að þeir útvegi nýja túrbínu en við önnumst vinnuhlutann.
Bæði vorum við síðan að vinna helgina en Guðjón fór bæði að Keldnaholti og að Reykjum.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.