9.9.2008 | 09:44
Flutt til Hvanneyrar
Erum búin að standa í flutningum síðan 29 ágúst og er nýi jeppinn búinn að vera vel nýttur. Gaui fór sem dæmi með þvottavélina þurkarann og sjónvarpið ( það er 40 tommu ) í einni ferð.
En á sunnudag var restin tekin, Maggi og Kiddi voru alveg snillingar í burði í Reykjavík en hérna á Hvanneyri hjálpuðu Valdi og krakkarnir hans okkur. Það er komin tilhlökkun að sofa í rúminu okkar enda erum búin að sofa á vindsæng síðan 30 ágúst sem var ekki slæmt en samt sem áður jafnast ekkert á við rúmið okkar enda þvílíkur draumur núna.
Set inn myndir af fluttningsfólkinu á Hvanneyri en ég var ekki í Reykjavík til að taka mynd af Magga og Kidda. Verð að fá að bæta við, fórum til Reykjavíkur ég (Hugrún) fór til læknis og kom allt frábært út úr því vorum svo að stússast í bænum. Komum svo heim til Hvanneyrar um sex. Fór ég í kvöld á opið hús í handavinnubúð á Borgarnesi sem er á hverjum þriðjudegi og var með handavinnu með mér og var mjög gaman.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.