Kvennareið

Fórum til Hvammstanga í gær til að fylgjast með hinni árlegu  kvennareið. Fórum við um tíu um morguninn og komum norður um eitt, hittum stelpurnar uppí hesthúsi um hálf fjögur og fylgdumst með þeim og var tekið mikið af myndum.

Fóru þær ferðina í tveimur hollum eftir fyrstu var stoppað við rétt og hestarnir settir inn á með var farið í leiki og  og ný nefnd stofnuð. Var svo haldið áfram allir kátir og glaðir, voru allir komnir á endastöð um átta um kvöldið og var þar grilluðu stelpurnar og borðuðu. Við Gaui fórum til Hvammstanga og var þá Matti búinn að grilla lambakjöt og var það mjög gott.

Gaui fór síðan og sótti stelpurnar eða Stínu, Tótu og Unni og fórum við seint heim á leið eða um ellefu. Þurftum við að koma við á Hvanneyri í heimleiðinni þar sem Gaui þurfti að starta netþjóni.

Keyrðum við smá þar um og vorum við stoppuð af löggunni þar og var Gaui látinn blása og auðvitað var allt í orden. þegar við keyrum afleggjarann til baka áleiðis til Borgarnes viti menn þá sjáum við blikkandi lögguljós og var gert að stoppa. Þetta reyndust vera sömu löggurnar og stoppuðu okkur korteri áður. Alltaf gott löggan er virk á góðu nótunum. Jæja restin af heimferðinni gekk áfallalaust fyrir sig og komum við um hálf tvö heim bæði örþreytt. Læt fylgja myndir úr kvennareiðinni frábæru. það sem eftir var helgi höfðum við það rólegt.

Stína og UnnurUnnur Tóta og StínaMynd af hópnum eða partur af honum 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ og takk fyrir síðast.

Þetta var alveg yndislegur dagur....mjög gaman í alla staði í kvennareiðinni....flottar myndir hjá þér Hugrún eins og alltaf (";).

Ótrúlegt hvað löggan getur verið allt í einu fyrir manni og svo þess á milli sér maður hana varla....en allt er gott sem endar vel.....

sjáumst síðar..... Kveðja Unnur Helga Hvammstanga

Unnur Helga (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 13:40

2 identicon

Já takk fyrir síðast.  Þetta var frábær dagur og hlakka til að skoða fleiri myndir frá þér Hugrún

kveðja Stína og Matti

Stína (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband