11.8.2008 | 19:54
Loksins ný færsla
Það er mikið búið að gerast hjá okkur að undanförnu. Fórum um verslunarmannahelgina í þjórsárdalinn á fimmtudeginum og keyrðum á föstudeginum með Önnu og Valla í Landmannalaugar.
Fórum Dómadalsleið að Landmannalaugum og fékk Gaui að prófa nýa jeppann og keyra yfir nokkur vöð og keyrðum hina leiðina til baka eða að Hrauneyjavirkjun. Fórum á laugardeginum aftur til Reykjavíkur og náðum í mömmu hans Gaua og fórum á ættarmót að Smáratúni í Fljótshlíð og var það mjög gaman enduðum svo helgina á sameiginlegum kvöldmat þ.e.a.s komum öll með okkar mat og borðuðum saman
Fórum síðan um helgina á Fiskidaginn mikla á Dalvík, fórum á föstudeginum og vorum við komin um níu. Þegar þangað var komið hittum við vinkonu okkar Denice, mömmu hennar og systur. Við dömurnar fórum við heimahúsin þar og fengum okkur fiskisúpu, en bæjarbúar bjóða uppá ókeypis súpu á föstudeginum. Þær voru meiriháttar góðar.
Fórum á laugardeginum niðrá bryggju og var þar boðið uppá margt fiskmetið og var það ókeypis og vorum svo mett að við fengum okkur ekkert að borða um kvöldið. Fórum á bryggjusöng á laugardagskvöldið ásamt fleirum og var það mjög gaman. Kvöldið var svo endað með að fara seint í sæng ánægð og glöð. Á sunnudeginum var farið áleiðis heim og kíktum við á pabba og Gullu en þau voru í Hrafnagili í Eyjafirði. Komum svo seint um síðir heim eða um hálf ellefu um kvöldið þreytt og ánægð eftir helgina.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.