23.6.2008 | 22:06
Miðsumar og íllskeyttir veðurguðir
Eftir að við komum heim i Jagersbo á fimmtudagskvöld, höfum við að mestu tekið það rólega. Svíar héldu upp á miðsumar á föstudag og var ætlunin að horfa á þá reisa miðsumarstöngina og dansa í kringum hana með þeim.
það rigndi svo mikið þennan dag að lítið var úr dansinum. Fórum síðan um kvöldið til að halda uppá daginn með síldaráti og tilheyrandi með vinum okkar Önnu og Valla í Trelleborg. Sváfum þar reyndar um nóttina þar sem við vörum ekki keyrsluhæf.
Fórum uppeftir á laugardag og höfum legið í leti síðan með þeirri undantekningu að við fórum að skoða húsbíla og hýsi í Vinslöv í dag.Veðrið síðustu daga hefur heldur ekki boðið uppá ferðalög enda ýmist rigning með þrumum og tilheyrandi eða stormur eins og í dag.
Læt fylgja með mynd af matnum á laugardagskvöld..
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.