18.6.2008 | 20:48
Poznan Szczecin (Í fyrradag)
16 júni
Lögðum af stað frá Poznan um ellefu í morgun og keyrðum áleiðis til Szczecin og það var oft stoppað á leiðinni. Keyrðum meðal annars framhjá bílasölu eða gömlum bílum sem var verið að henda en þarna það voru líka tvær þyrlur á svæðinu.
Komum til Szczencin um fimmleitið og komum við okkur fyrir á fínu hóteli ætluðum svo niðrí bæ að borða, en þá kom svo mikil rigning að það var ekki hundi út sigandi þannig að við borðuðum á hótelinu og höfðum það bara gott það sem eftir var kvölds.
17 júní
Lögðum af stað frá Szczencin um tíu um morguninn áleiðis til Stralsund í Þýslalandi. Stoppuðum á svakalega stórum flóamarkaði sem var með allt milli himins og jarðar til sölu keyptum ekkert enda evrurnar voru nýbúnar . Þegar við vorum nýkomin yfir landamærin til Þýskalands þá stoppaði Þýska lögreglan okkur voru þeir með vegaeftirlit og spurðu þeir Gaua um vegabréf og ökuskírteini og Gaui var fyrri til og sagði þeim að vinur okkar væri skráður fyrir bílnum, brostu þeir og hristu hausinn yfir þessum Íslendingum sem væru í fríi í Svíþjóð og væru að ferðast um þýskaland Tékkand og Pólland.
Ég spurði þá hvort ég mætti taka mynd af þeim og var það sjálfsagt og læt ég fylgja mynd með. Komum til Stralsund um tvöleitið og skráðum við okkur inn á hótel strax og fórum svo til Bergen sem er um hálftíma keyrsla og ætluðum að kaupa bjór en þegar við komum þar þá var lokað fyrir söluna á dollubjórnum kl 4 svo við keyrðum aftur til Stralsund og kíktum niðrí bæ og fengum við okkur að borða og fórum svo uppá hótel snemma af því að við ætluðum að vakna snemma.
18 Júní
Vöknuðum sjö um morguninn og fórum í morgunverð og tékkuðum okkur út, fórum síðan til Bergen og keyptum bjór og kíktum svo yfir til Sassnitz og skoðum okkur aðeins um af því að við áttum bókaða ferð með ferjunni til Trelleborgar klukkan 12.45. Fórum við á áætluðum tíma og komum við til Trelleborgar rúmlega fimm. Komum við til Önnu og þáðum við kaffi og vöfflur og komum við uppí Höör um átta um kvöldið þreytt og lúin.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.