27.5.2008 | 14:57
Þýskaland og fleira
Fórum til Þýskalands 20 mai og keyrðum til Lubech og vorum þar á tjaldstæði sem var mjög gott . Á því tjaldstæði sáum við húsbíl sem var vel merktur hét Flakkari og var frá Vestmannaeyjum þar voru hjón sem komu á laugardeginum áður og voru á leiðinni til Garda á Ítalíu og ætluðu þau til Íslands í september.
Fórum einnig til Hamborgar og skoðuðum okkur um, og eins var farið í siglingu um Lubech og fórum við einnig til til Bremen og skoðuðum húsbílasölu.
Fórum 25 mai heim á leið til (Höör) og keyrðum við til Putgarden og tókum þar ferju yfir til Danmerkur. Í Puttgarden var ansi stór fríhöfn sem var bátur við festar á þremur hæðum. Vorum við um átta tíma á leiðinni frá Lubech till Höör, með því að keyra yfir Öresundsbrúna.
Í gær var þvílík rigning. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu allan daginn, þannig að við fórum til Malmö og Trelleborgar og kíktum aðeins á Önnu og Valla og komum heim um sjö um kvöldið
Þegar loksins stytti upp, þvílíkt dýralíf broddgöltur labbandi um og endur að synda í polli við fortaldið.
Í dag var bara haft það gott og sólin sleikt. Set inn myndir frá þýskalandi
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hello, gaman að þið skilduð fá rigningunei bara grín. En annars er nú allt fínt hér, í dag er búið að vera um 15-18 stiga hiti og mikil sól sumir eru við að brenna....
mikið er gott að þið skuluð öll hafa það gott....
kveðjur frá Hvammstanga (það er lítið fólk hér sem BÍÐA eftir ömmu og afa) kveðja Unnur Helga
Unnur Helga (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.