Danaveldi

Í gær fórum við af stað til Óðinsvé í danaveldi. Lagt var  af stað til Trelleborgar til að ná í veglykil fyrir Aurasundsbrúna og Stórubeltisbrúna um tíuleytið. Fengum kaffi og kökur hjá heiðurshjónunum  Önnu og Valla..   Fórum síðan af stað til danaveldis og komum til Óðinsvé um 5 leitið.  Stuttu eftir að við komum á staðinn fórum við að versla í “Fakta” sem var einstaklega  sóðaleg búð, með kössum á gólfinu sem við þurftum að sparka til hliðar til að komast áfram um búðina.

 Um kvöldið fórum við að að heilsa uppá Þóru og Ágúst, og var boðið uppá kaffi, viskí  og æðislega hjónabandssælu með rabbabarasultu. Komum síðan heim á tjaldsvæðið um kl: 22:00 Í dag komu Þóra, Ágúst og Viktor Daði  í heimsókn á tjaldsvæðið og skiluðu Matta vitinu (húfunni sinni) . Þegar þau voru farinn fóru Matti, Stína og Hugrún að versla í “Molli” en Guðjón fór að vinna á tölvuna.  Á leiðinni frá Mollinu lentu þau í hagléli þar sem höglin voru 1cm í þvermál. 

Seinna um daginn fórum við til Egeskov þar sem við skoðuðum gamla bíla og mótorhjól.. Þegar lagt var af stað tilbaka var GPS tækið stillt á tjaldsvæðið. Þá byrjaði fjörið. Konan í tækinu fór yfirrum af stressi og bílstjórinn líka. Þegar heim var komið var bílstjóranum bjargað með einum öl en konuna í tækinu veit ég ekki um.
Þegar heim var komið fóru Hugrún, Stínu og og ég í  göngutúr en Matti settist að skriftum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehe við verðum bara að vona að konan nái sér....svo að þið villist ekki í þýskaralandi. góða skemmtun með áfram haldandi ferð.

Unnur Helga (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:03

2 identicon

úff hvað ég öfunda ykkur.... þegar ég talaði við gömlu í morgun þá langaði mig að vera með!!! að vera í Lubeck ohhhhhhhhhh en hafið það sem allra best... en konan hlýtur að ná sér ég trúi nú ekki öðru annars eru þá bara til KORT  hehe hafið það gott

Tóta (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 16:23

3 identicon

HÆ HÆ

Það er alltaf jafn gaman að skoða ævintýrin ykkar.........hér er bara unnið, sofið og étið.  Hafið það áfram sem best.  Kveðja frá Goðheimum

kidditta (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband