11.5.2008 | 08:37
Íslendingar
Föstudagurinn var mjög góður Áslaug Siggi og Anna komu í heimsókn og þáðu kaffi og með því. Um kvöldið komu Hvanneyringarnir Guðrún og Valdi í heimsókn í yndislegu veðri og eins og sönnum víkingi þá skellti Valdi sér til sunds í vatninu, skelli mynd með.
Á föstudeginum bilaði bílinn þannig að ég gat ekki lokað glugganum mín megin ( Hugrún). Reyndum við að láta laga það hérna í Höör en hann hafði ekki tíma svo að við keyrðum til Trelleborgar á laugardaginn til Valla snilling. Hann vissi hvernig átti að laga gluggann svo að ég var með opinn gluggann á hraðbrautinni til Trelleborgar og var orðin vel kæld öðru megin. Eins og ég sagði gat Valli snillingur lagað gluggann sem betur fer af því að Matti og Stína voru á leiðinni til okkar (ætla að vera hér í þrjár vikur.
Náðum við í þau til Kaupmannahafnar um klukkan eitt í frábæru veðri. þegar við komum til Höör var hitinn kominn í 28 stig, þannig að við höfðum það rólegt læt ég fylgja mynd af Matta og Stínu njóta sín í botn í sólinni.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
iss.. talandi um að láta fara vel um sig..... en það er nú bara málið að gamla settið er að missa af alveg geggjuðu veðri hér á hjara veraldar.... 13 stiga hiti klukkan 1.15 síðustu nótt geri aðrir betur!!!! en hafið það gott
Tóta (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.