Föst í umferð á hraðbraut

Vöknuðum hálf tíu í morgun þvílíkar svefnpurkur fengum okkur smá að borða og drifum okkur út í þetta yndislega veður sól og blíða var reyndar svolítið rok. Fórum til Malmö í kaffi til Guðrúnar Bjarnadóttur, Hvanneyrings og stoppuðum þar í um tvo tíma. Á bakaleiðinni fórum við hraðbrautina og  lentum við í rúmlega klukkustundar  umferðarteppu sem myndaðist þegar kviknaði í  bíl. Hraðbrautin var bara ein akrein þarna, þannig að ekki var möguleiki að komast framhjá og slökkvibíllinn var í vandræðum með að komast að bílnum. Engin slys urðu á fólki, nema andleg af völdum langrar biðar. Set mynd af því þegar við bíðum í biðröðinni.

Í bið

 

 

 

 

 Þegar heim var komið í Jagersro fór Gaui aðeins að vinna í tölvunni svo ég (Hugrún) ákvað að fá mér göngutúr um hvervið, það er svo notalegt vera með mp3 spilarann og hlusta á Mýrina eftir Arnald sem Kiddi bróðir var svo frábær að redda mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ.

Ég hitti Lollu í Smáralind áðan og var að spyrja um ykkur. Hún sagði mér að þið væruð með svona ferðablog. Hún mundi ekki slóðina en ég auðvitað Googlaði ykkur bara :)

Það er frábært að geta fylgst með ykkur þetta er algjört æintýri. Gangi ykkur el og hafið það sem allra best.

Kveðja Anna María og co 

Anna María Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband