25.4.2008 | 20:20
Þýskaland og Politi
Í gær fórum við til Þýskalands með vinum okkar til að versla og skoða Hitlershótelið svokallaða. Ferðin byrjaði vel um borð í bílaferjunni og tók aðeins tæpa 4 tíma. Þegar við komum yfir um 12 leitið þá byrjuðum við á að fara í verslunamiðstöðina þar sem við vorum vön að skipta í evrur og fá okkur hádegisverð. Verslunarmiðstöðin var lokuð og greinilega komin í endurbyggingu, þannig að við fórum niður í Sassnitzbæ til að finna hraðbanka sem við gerum að lokum. Eftir að hafa fengið okkur kjúkling á veitingastað fórum við af stað til Bergen.
Strax eftir fyrstu beygjuna út úr bænum var ég (Guðjón) stoppaður fyrir of hraðan akstur. Ég var forviða þar sem ég var á 66km hraða og engin skilti sem gáfu til kinna hvaða hraðatakmörk voru. GPS tækið sýndi að vísu að ég mætti keyra þarna á 100km hraða en hámarkshraðinn var 50. Sektina þurfti að greiða á staðnum og voru það 25 evrur. Ferðinni var síðan haldið áfram til Bergen þar sem við versluðum bjór m.m. Á leiðinni tilbaka fórum við að skoða Hitlershótelið sem var frábær sjón.
Um er að ræða 6 km langa byggingu sem Hitler lét byggja en var aldrei kláruð. Í þessari 6km löngu hótelbyggingu var gert ráð fyrir 300.000 gestum. Ekki veit ég hvar Hitler ætlaði að finna þessa gesti. Búið er að loka fyrir aðgang almennings að hluta byggingarinnar enda að hruni komin.
Til að komast að þeim hluta sem við vildum skoða keyrði ég eftir gömlum vegi sem ég hafði keyrt áður en uppgötvaði þegar komið var langt inn á veginn að búið var að breyta honum í reiðhjólastíg. Heppni að ég hitti ekki lögguna aftur. Síðan tók við siglingin heim og lentum við í Jagersbo um 23:30
Veðrið hér í dag er búið að vera frábært. 22 stiga hiti og sól.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hva bara búin með allan bjórinn í skottinu!? keyptar nýjar birgðir í þýskalandi vúhú! bið að heilsa frá íslandi, kv sísí
sísí (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.