18.4.2008 | 20:23
Slappað af í jagersbo
Í fyrradag fengum við vini okkar Önnu og Valla í kvöldmat. Að sjálfsögðu byrjaði að rigna rétt áður en þau komu, sennilega vegna þess hversu við vorum búin að hrósa blíðunni hérna uppfrá. Í gær fórum við síðan heim til þeirra í Trelleborg og Anna tók að sér að lita gráu hárin hennar Hugrúnar sem hafa myndast síðustu vikur. Reyndar ekki skrítið þar sem hún hefur þurft að umgangast mig (Guðjón ) dag og nótt. Kvöldið tókum við síðan rólega og reyndum að gera sem minnst.
Sólin var komin upp up sjö leytið í morgun og skein til hádegis. Það er ekki búið að vera sérstaklega heitt í dag, aðeins 8 gráður. Notuðum daginn til að reyna að vera eins löt og hægt var eftir ferðaálag síðustu vikna. Gerum sennilega sem minnst yfir helgina en síðan er ætlunin að skoða norður hluta Skánar nánar.
Á myndinni hér að neðan má sjá Hugrúnu gefa tveimur nýkomlingum. Og munið svo elskurnar mínar að skrifa í gestabókina eins og allir góðir gestir gera.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.