Sjálfsmorðstilraun dádýra

Í dag skruppum við til Simrishamn sem er í suðausturhluta Skánar (u.þ.b. 70km). Þetta er geysifallegur bær með mikið af fallegum gömlum húsum. Kíktum þar á tjaldsvæði sem okkur var sagt frá af nágranna okkar hér í Jagersbo. Síðan keyrðum við vestur á leið og völdum að keyra heim á sveitarvegunum en ekki á hraðbraut til að reyna að sjá eitthvað nýtt og merkilegt.

Að sjálfsögðu tókst Hugrúnu að plata mig til að stoppa við einn "Herragarðinn" enn  við heimkynni hins heimsfræga "Nils Holgeirssonar" (er að vera þreyttur á öllum þessum "Herragörðum" þó fínir séu). Hugrún tók myndir og mér tókst að fá lánaða myndavélina til að taka myndina sem fylgir með hér að neðan.

Á heimleiðinni keyrðum við sveitarvegi eins og áður sagði, en þarna er mikið af dádýrum á flakki við vegina.  Og viti menn tvö þeirra hlupu fyrir bílinn hjá okkur og rétt sluppu við að lenda á kvöldverðarborðinu okkar. Ég vil taka fram að í grillveislunni í fyrrakvöld, át ég dádýrakjöt sem reyndar var mjög gott (keypti það í verslun). 

 

Hugrún Hugrún í nærmynd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband