11.4.2008 | 21:45
Forseti Pólands og ég
Í gær vöknuðum við um hálf átta og fórum niður í morgunverð (mjög góður). Fór upp aftur og lagði mig(Hugrún) til ellefu fór þá í labbitúr um hverfið og keypti mér smá að borða í matvöruverslun, Gaui vað á ráðstefnunni til þrjú. Fórum þá niður í miðbæ Helsinki þar var margt að skoða margar fallegar byggingar.Fórum og skoðuðum rússneska kirkju mjög flott þegar við komum þaðan komum við að byggingu semvoru lífverðir og virkaði eitthvað mikið að gerast svo tvær stelpur til okkar og spurðu okkur hvort forseti Póllands væri kominn. Næst var að lögreglumenn sem ráku okkur frá húsinu. Ég sjálfur papparazzinn (Hugrún) fór á flug við höfðum ekki hugmynd um að einhver forseti væri að mæta á svæðið. Annars voru tuttugu mínútur í að hann kæmi svo að papparazzinn nennti ekki að bíða og lét sér nægja að taka myndir af limmum og frægu fólki.Síðan héldum við áfram upp götuna og viti menn annað papparaazzi tækifæri kom. Verið var að opna formlega lúxusverslunina Louis Vuitton og var þar mikil viðhöfn. limmurnar runnu í hlaðið og myndavélin fór á flug. Eftir þetta skruppum við inná bar til að róa okkur og fórum síðan uppá hótel (Radison SAS)Í morgun vöknuðum snemma enda að fara í flug, fórum til Danmerkur kl 10,20 og komum þangað um tólf keyrðum beint upp á tjaldstæði og höfðum það rólegt það sem eftir var dags. Læt fylgja með myndir úr Finnlandsför.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sælar elskurnar.
Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur. Ég er viss um að þið hafið eitthvað misskilið gestrisni Finna, þeir hafa örugglega ætlað ykkur þessar höfðinglegu móttökur Og Hugrún aldrei að ganga fram hjá Luois Vuitton án þess að kaupa sér svo sem eina tösku (svona til að hafa eitthvað að gera við mánaðartekjurnar). Annars er allt gott að frétta af fróni. Okkur er boðið í skýrnarveislu á morgun. Það á að stúta kampavíni á dallinn fína og gefa honum nafn. Athöfnin fer fram í Hafnarfirði og síðan verður hann sjósettur þaðan. Fjölskyldan mætir að sjálfsögðu öll þannig að ykkar verður sárt saknað.
Hjartans þakkir fyrir kortin. Það var svo gaman að fá þau. Suomi kviðjur og frá okkur öllum. Sigga sys.og co.
Sigríður Jóna Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.