25.6.2012 | 20:21
Jónsmessuhelgi.
Fórum héðan ( úr Reykjavík ) um hádegi á fimmtudaginn með Ástu og Elínu, og fórum á Eyrarbakka var fellihýsið sett niður á tjaldstæðinu þar. Skruppum til Hveragerðis í sund á föstudeginum.
Á laugardeginum vöknuðum við um tíu og var labbað í þorpið og horft á brúðubílinn og farið í leiki á stóru túni sem er þar, Matti og Stína komu um hádegi og var gert margt skemmtilegt td. fóru stelpurnar og Stína að vaða í sjónum og svo var grillað í kvöldmat. Þau fóru um níu.
Um tíu var kveiktur varðeldur niðrí fjöru og fórum við að sjá og var líka spilað og sungið. Á sunnudeginum tókum við saman og lögðum af stað heim og fórum suðurstrandarveginn og komum við í Krísuvík og stoppuðum smá. Ásta var svo komin heim til sín um fimm.
Í dag var svo kíkt í smá stund til Áslaugar og var svo farið á eftir í Húsdýragarðinn og var skemmt sér vel. Læt ég nokkrar myndir fylgja.
Um bloggið
Ferðalögin okkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.