Færsluflokkur: Ferðalög

Kostningar og fl.

Skruppum í bæinn í gær og byrjuðum á að fara til mömmu hans Gaua. Fórum svo og kusum og kíktum aðeins til Sjönu. Þar fengum við eins og ávalt harðfisk með smjöri ég segi bara nammi namm(reyndar fengum við meira lagt á borð en við sáum bara harðfiskinn).

Enduðum svo daginn að vera boðið í mat til Matta og Stínu og svignaði borðið þar af kræsingum. Horfðum við aðeins á kosningarnar hjá þeim og var farið heim um ellefu.

Dagurinn í dag, fórum af stað Gaui var búin að tala um óvissuferð var farið áleiðis norður og var endað að Hraunsnefi og fengum við okkur kaffi og með því og mæli ég eindregið með því að fara þangað. Var nokkrum sinnum stoppað á leiðinni til baka og læt ég fylgja með nokkrar myndir.

c_documents_and_settings_hugrun_desktop_drasl_p42661981.jpg P42662063


Árgangsmót Hugrúnar ´63 í Grindavík

Fórum á árgangsmót ´63 í Grindavík á miðvikudagskvöld. Það var hittingur og einn af okkur skólakrökkunum var á landinu hann býr í Kanada.

Það var meiriháttar gaman, en við fórum fyrst á Saltfisksetrið og var því lokað kl tólf og fórum við þá á barinn Lukku Láka og var þar mjög gaman. Fórum við síðan heim um kl: hálf tvö. Við fengum við slyddu og leiðinda færð heim.

Síðan höfðum við það náðugt á fimmtudeginum. Tókum  smá labbitúr í kvöld og læt fylgja með tvær myndir.

Kvöld  Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri

 


Smá rúntur

Skruppum niðrí Borgarnes til að redda hjólinu mínu sem var orðið vindlaust. Stoppuðum á leiðinni og heilsuðum upp á hesta og viti menn einn naut blíðu Gaua að hann ligndi aftur augunum leyfi ykkur að njóta.

Hestur fær atlot.


Dásamlegt veður.

Þvílíkt veður í dag. Við skruppum í bæinn til að versla fyrir skólann komum reyndar við í Tómstundahúsinu og keyptum púsl eru á frábæru verði þar (afmælisgjöf handa Elínu hans Gaua) og ég freistaðist reyndar í eitt. Í bakaleiðinni stoppuðum við á Kjalanesi í yndislegu veðri og ég tók myndir læt fylgja með.

 

Mynd tekin á Kjalanesi


Gleðilega páska

Höfðum það rólegt og gott í dag. Tókum smá rúnt og mættum þá Matta og Stínu og komu þau í kaffi til okkar. Læt fylgja mynd af Gaua sem ég tók af honum á föstudaginn langa með páskaeggið okkar og skálaði líka í bjór.  Og læt ég fylgja mynd af bíl Matta og Stínu á ferð yfir gömlu Hvítárbrúna.

 

Gaui í góðum gír. Matti og Stína á keyrslu yfir gömlu Hvítárbrúna.

 

 

 


Hvammstangi

Við fórum á Hvammstanga í gær. Matti hringdi í okkur og sagði okkur að það væri hestasýning barna þá um kvöldið og mundu barnabörn hans taka þátt. Ákváðum við að skreppa norður og vorum við komin um sjö um kvöldið. Horfðum við á sýninguna og var hún alveg frábær, en  börnin voru  alveg niðrí tveggja ára sem voru að sýna. 

Við komum aðeins við hjá Unni dóttur Matta og Stínu og tók ég myndir af Tótu dóttur Matta og Stínu og barnabarni en þær voru í þjóðbúningi sem Stína og Unnur höfðu saumað. Læt ég fylgja með myndir af þeim og mynd af barnabarni Matta og Stínu. Keyrðum við heim um hálf ellefu í alveg yndislegu veðri tunglskynsbjörtu.

Tókum við því rólega í dag fórum í Bónus í Borgarnesi og það  var alveg greinilegt hvaða helgi var skollin á um tólf á hádegi og var alveg brjálað að gera. Jón Ásgeir kom í heimsókn í dag var hann á leiðinni í bústað til pabba síns í Borgarfyrði. Höfðum við það náðugt það sem eftir var dags.

Tóta og Emilía Diljá í þjóðbúníngum Emilía Diljá að býða eftir að sýna


Ferming

Fórum í fermingarveislu til Siggu systir í dag. Ingibjörg Ásta var að fermast ég tók myndir og læt ég nokkrar fylgja hér.

 

Systkinin. Bjarni Fannar Arnór Ingibjörg Ásta og Kristján Pabbi Jón Ásgeir og Maggi Fermingarbarnið spilaði af mikilli snilld. 


Opið hús að Hesti

Fórum upp að tilraunabúinu Hesti í dag þar var opið hús. Fórum við að skoða og voru rollurnar ansi skrautlegar m.a. var einn hrúturinn var með þrjú horn og var skemmtilegt að sjá. Læt ég fylgja með mynd af honum og öðrum til. Þar hitti ég (Hugrún)stelpur sem ég var að vinna með fyrir um.þ.b. fimmtán árum læt ég fylja með mynd af Jóhönnu Maju og dóttir hennar.

Var búin að heyra um gömul útihús og langaði alltaf að sjá þau, vissi ég ekki hvar þau voru og það skondnasta við allt saman var að þau voru í miðju Borgarnesi. Við fórum við að skoða þau og tók ég sem endranær myndir og læt fylgja með

Hann minnti mig á einhyrning Einn flottur. Jóhanna Maja og dóttir hennar. Gömlu útihúsin í Borganesi.


Gönguferð.

Ég (Hugrún) fór í góða gönguferð um hádegi í dag. Fór út á engjar og labbaði hring og kom uppá þjóðveg. labbaði ég framhjá Andakílsá m.a. og tók ég myndir og leifi ykkur að njóta.

 

Það var mikill ís við ána. Mikil drulla á leiðinni Úr gönguferð

 

 


Sumarbústaðarferð

Fórum  á föstudaginn austur fyrir fjall eða í Vaðnes í Grímsnesi í sumarbústað og voru Matti og Stína með okkur. Var ferðin austur yfir heiðina frekar leiðinleg. Mikil hálka og skafrenningur en við komumst heilu og höldnu í bústaðinn en þangað komum við um sexleitið . Við heyrðum um kvöldið að veðrið hefði versnað og var heiðinni lokað við alltaf jafn heppinn Smile.

Fórum á laugardaginn í smá rúnt og kíktum til Pabba og Gullu. Gulla í málarahúsinu sínu að mála  og tók ég mynd af henni og læt ég fylgja með. Fórum við svo niður á Eyrarbakka. Ég (Hugrún) hafði heyrt að það væri búið að rífa æskuheimili mitt, en það hafði farið svo illa í jarðskjálftanum s.l sumar. Höfðu þeir gert það mjög snyrtilega og var það eins og ekkert hús hefði verið þar, læt ég fylgja með mynd af þeim tveimur sem eftir eru (Mundakotunum).

Höfðum það svo það bara náðugt það sem eftir var kvölds við (Hugrún) Stína við hannyrðir og þeir að horfa á sjónvarp.

Fórum við svo heim á leið um hádegi á sunnudegi og gekk það alveg glimrandi. Reyndar er alveg hundleiðinlegt veður núna á Hvanneyri,  skafrenningur og leiðinlegt skyggni. Tók ég (Hugrún) mynd af veðrinu frá tröppunum og læt ég fylgja með mynd.

 

Gulla að mála. Mundakotin tvö sem eftir eru. Kom hryðja um hálf sjö. Tekin af tröppunum heima.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband