Færsluflokkur: Ferðalög

Danmörk

Fórum í búðir í gær og lauk degi með því að þegar við komum uppí hýsi seinni part dags þá var kallað á okkur og okkur boðið í brauðtertu af nágrönnunum okkar. Læt ég fylgja myndir frá því.

Góðir nágrannar

 

 

Vöknuðum um níu í morgun við alveg frábært veður og sátum smá í sólbaði, en þvílíkur hiti að ég gafst upp og hætti að sóla mig eftir hálf tíma. Um hádegisbilið fórum við til Köpen og fórum í gönguferð upp strikið og þvílíkur mannfjöldi. Síðan fórum við einnig að skoða styttuna af hafmeyjunni sem ég var að sjá í fyrsta skipti (Hugrún). Undir kvöld keyrðum við til Kastrup en Matti og Stína áttu flug um 21:20 heim til Íslands þannig að nú verður ansi tómlegt í koti okkarFrown. Ég læt fylgja með myndir frá Köpen.

Síðan keyrðum við tilbaka til Höör með viðkomu í Trelleborg. 

 

Matti Gaui og Stína í Köpen

 

 

 

 

 


Þýskaland og fleira

Fórum til Þýskalands 20 mai og keyrðum til Lubech og vorum þar á tjaldstæði sem var mjög gott . Á því tjaldstæði sáum við húsbíl sem var vel merktur hét Flakkari og var frá Vestmannaeyjum þar voru hjón sem komu á laugardeginum áður og voru á leiðinni til Garda á Ítalíu og ætluðu þau til Íslands í september.

Fórum einnig til Hamborgar og skoðuðum okkur um, og eins var farið í siglingu um Lubech og fórum við einnig til til Bremen og skoðuðum húsbílasölu.

Fórum 25 mai heim á leið til (Höör) og keyrðum við til Putgarden og tókum þar ferju yfir til Danmerkur. Í Puttgarden var ansi stór  fríhöfn sem var bátur við festar á þremur hæðum. Vorum við um átta tíma á leiðinni frá Lubech till Höör, með því að keyra yfir Öresundsbrúna.

Í gær var þvílík rigning. Það rigndi eins og hellt væri úr fötu allan daginn, þannig að við  fórum til Malmö og Trelleborgar og kíktum aðeins á Önnu og Valla og komum heim um sjö um kvöldið

Þegar loksins stytti upp, þvílíkt dýralíf broddgöltur labbandi um og endur að synda í polli við fortaldið.

Í dag var bara haft það gott og sólin sleikt. Set inn myndir frá þýskalandi

 

Í LubechTekin í Lubech

 

 


Danaveldi

Í gær fórum við af stað til Óðinsvé í danaveldi. Lagt var  af stað til Trelleborgar til að ná í veglykil fyrir Aurasundsbrúna og Stórubeltisbrúna um tíuleytið. Fengum kaffi og kökur hjá heiðurshjónunum  Önnu og Valla..   Fórum síðan af stað til danaveldis og komum til Óðinsvé um 5 leitið.  Stuttu eftir að við komum á staðinn fórum við að versla í “Fakta” sem var einstaklega  sóðaleg búð, með kössum á gólfinu sem við þurftum að sparka til hliðar til að komast áfram um búðina.

 Um kvöldið fórum við að að heilsa uppá Þóru og Ágúst, og var boðið uppá kaffi, viskí  og æðislega hjónabandssælu með rabbabarasultu. Komum síðan heim á tjaldsvæðið um kl: 22:00 Í dag komu Þóra, Ágúst og Viktor Daði  í heimsókn á tjaldsvæðið og skiluðu Matta vitinu (húfunni sinni) . Þegar þau voru farinn fóru Matti, Stína og Hugrún að versla í “Molli” en Guðjón fór að vinna á tölvuna.  Á leiðinni frá Mollinu lentu þau í hagléli þar sem höglin voru 1cm í þvermál. 

Seinna um daginn fórum við til Egeskov þar sem við skoðuðum gamla bíla og mótorhjól.. Þegar lagt var af stað tilbaka var GPS tækið stillt á tjaldsvæðið. Þá byrjaði fjörið. Konan í tækinu fór yfirrum af stressi og bílstjórinn líka. Þegar heim var komið var bílstjóranum bjargað með einum öl en konuna í tækinu veit ég ekki um.
Þegar heim var komið fóru Hugrún, Stínu og og ég í  göngutúr en Matti settist að skriftum.


Kalmar og Öland

Fyrsta daginn sem Matti og Stína voru hjá okkur byrjuðu læsingarnar á bílnum að bila, hver á fætur annarri. Fyrst bilaði central lásinn, síðan læstist önnur hurðin að aftan þannig að ekki var hægt að opna hana. Glugginn farþegamelinn fór í verkfall þannig að Matti og Stína tóku að sér stórviðgerðir alla helgina fram á þriðjudag.

Í þakklætisskyni fyrir viðgerðirnar læsti Guðjón síðan Stínu úti þegar farin var næturheimsókn á klósettin. Guðjón fór á undan um miðja nótt og mætti Stínu á leiðinni tilbaka, og af gömlum vana læsti hann vagninum innanfrá áður en hann fór að sofa aftur. Sem betur fer var Matti vakandi og opnaði  fyrir frúnni sem annars hefði orðið að gista í fortjaldinu restina af nóttunni (fannst hann vera prinsinn á hvíta hestinum við tilefnið).

Fórum á miðvikudaginn upp til Kalmar var það um 280 km og gekk það vel vorum á fínu tjaldstæði. Því miður var ekkert internet á svæðinu eins og lofað var í bæklingnum þannig að við gátum hvorki bloggað né Guðjón unnið. Fórum til Ölands á fimmtudaginn og var eyjan skoðuð m.a. Borghólmvirki og er það ansi mikilfenglegt, aðeins 5000 fermetrar undir þaki. Þar voru þvílíkir rangalar. Skoðuðum síðan myllur og í það fór restin af deginum. Eyjan er 180km löng þannig að náðum ekki að skoða hana alla. Daginn eftir ætluðum við að fara til Álands en spáin var það leiðinleg að við hættum við og ákváðum að fara til Höör og taka síðan stefnuna á Þýskalands. Sem betur fer tókum við saman fortjaldið snemma um morguninn  því stuttu seinna fór að helli rigna. Í bakaleiðinni til Höör var stoppað við Kosta Boda verksmiðjurnar. Í húsi við hliðina á Kosta Boda verksmiðjunni  var maður með verkstæði og verslun með gler og kristal.  Þar var mikið af fallegum munum hönnuðum af manni sem heitir Herman og keypti ég (Hugrún) lítinn sætan kött úr gleri.

Í dag var síðan farið í Malmö í verslunarferð. Ætlunin er að fara yfir til Danaveldis á morgun og þaðan áfram til Þýsklands.

 

Matti og Gaui

 Stína við myllu á Ölandi Gaui Matti og Stína við Borgholmsvirki


Íslendingar

Föstudagurinn var mjög góður Áslaug Siggi og Anna komu í heimsókn og þáðu kaffi og með því. Um kvöldið komu Hvanneyringarnir Guðrún og Valdi í heimsókn í yndislegu veðri og eins og sönnum víkingi þá skellti Valdi sér til sunds í vatninu,  skelli mynd með.

Sundgarpurinn ValdiSönn hetja

 

 

 

 

Á föstudeginum bilaði bílinn þannig að ég gat ekki lokað glugganum mín megin ( Hugrún). Reyndum við að láta laga það hérna í Höör en hann hafði ekki tíma svo að við keyrðum til Trelleborgar á laugardaginn til Valla snilling. Hann vissi hvernig átti að laga gluggann svo að ég var með opinn gluggann á hraðbrautinni til Trelleborgar og var orðin vel kæld öðru megin. Eins og  ég sagði gat  Valli snillingur lagað gluggann sem betur fer af því að Matti og Stína voru á leiðinni til okkar (ætla að vera hér í  þrjár vikur.

Náðum við í þau til Kaupmannahafnar um klukkan eitt í frábæru veðri.  þegar við komum til Höör var  hitinn kominn í 28 stig, þannig að við höfðum það rólegt læt ég fylgja mynd af Matta og Stínu njóta sín í botn í sólinni.

Matti og Stína kl: 19:30 í 20 stiga hita

 

 


23 stiga hiti og sól og 1m/s (logn)

Guðjón svaf yfir sig í  morgun, vaknaði ekki fyrr en kl: 10 í 15stiga hita og sól. Hitinn fór síðan í 23 stig eftir hádegi. Heldum síðan til Trelleborgar þar sem Guðjón skipti um dekk á bílnum og fórum síðan í BILTEMA við Malmö og keyptum hjólkoppa.

Fórum síðan að hitta Óla son Guðjón, sem býr í Trelleborg.

Keyrðum síðan heim í Jagersbo með loftkælinguna í gangi. Þegar heim var komið rákumst við á Benzinn hér að neðan á bílastæðinu. Benz þessi er árgerð 1950

Benz 1950


Dýragarðurinn og Villisvínasteikin

Byrjuðum daginn á því að fara með bílinn í stillingu. Fengum síðan hann aftur um hádegisbilið og fórum þá í smá skoðunarferð í nágrannaþorpin. Hitinn lá í kringum 20-23 stig og sólin skein allan daginn. Um þrjú leytið fórum við síðan í Skánska dýragarðinn en því miður lágu flest dýrin í leti í hitanum eins og sjá má á Elgnum á myndinni hér að neðan.  í heimleiðinni versluðum við villisvínasteik til að prófa eitthvað nýtt kjötmeti. Sem betur fer keyptum við smá nautakjöt til að hafa með. Villisvínasteikin reyndist frekar seig og bragðlaus.

 

Latur Elgur


Sumarið að koma

 

Undanfarna daga höfum við tekið það frekar rólega, enda notalegt hér í stigandi hita. Veðrið fer batnandi með hverjum degi og er gert ráð fyrir 25 stiga hita í lok næstu viku., Í gær fórum við niður í Trelleborg til að kaupa fisk og heimsækja vini okkar. Fengum okkur síðan í glas með sænskum nágrönnum okkar þegar við komum heim í hýsið.  Á leiðinni til Trelleborgar rákumst við á gamlan Austin árgerð 1957. Eigandinn að bílnum er búinn að eiga hann frá upphafi og var hann notaður sem leigubíll í allmörg ár. Bílinn var á leiðinni á safn í Dölunum enda eitt af fáum eintökum sem ennþá er skráð á götunni.  

Mynd af bílnum fylgir hér að heðan. Einnig fylgir með mynd af Trabant sem við rákumst á á hraðbrautinni til Lundar

Austin Trabant


Föst í umferð á hraðbraut

Vöknuðum hálf tíu í morgun þvílíkar svefnpurkur fengum okkur smá að borða og drifum okkur út í þetta yndislega veður sól og blíða var reyndar svolítið rok. Fórum til Malmö í kaffi til Guðrúnar Bjarnadóttur, Hvanneyrings og stoppuðum þar í um tvo tíma. Á bakaleiðinni fórum við hraðbrautina og  lentum við í rúmlega klukkustundar  umferðarteppu sem myndaðist þegar kviknaði í  bíl. Hraðbrautin var bara ein akrein þarna, þannig að ekki var möguleiki að komast framhjá og slökkvibíllinn var í vandræðum með að komast að bílnum. Engin slys urðu á fólki, nema andleg af völdum langrar biðar. Set mynd af því þegar við bíðum í biðröðinni.

Í bið

 

 

 

 

 Þegar heim var komið í Jagersro fór Gaui aðeins að vinna í tölvunni svo ég (Hugrún) ákvað að fá mér göngutúr um hvervið, það er svo notalegt vera með mp3 spilarann og hlusta á Mýrina eftir Arnald sem Kiddi bróðir var svo frábær að redda mér.


BP bensínastöð

Vöknuðum um tíu í gærmorgun og fengum okkur smá að borða og drifum okkur svo út á flakk. Fórum til Hassleholm þar var vorfagnaður tívolí og var verið að sína líka hertrukka og skriðdreka frá safni stoppuðum þar um tvo tíma og fórum svo út í buskann eins og við segjum keyrðum um sveitir og rákumst þar á gamla bensínstöð með öllu við bóndabæ læt fylgja mynd með.

Í dag erum við búin að taka það rólega er búið að vera yndislegt veður í dag algör blíða engin sól en stilla og 18 stiga hiti.BP bensínstöð

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband