Elín á Íslandi

Elín hans Gaua kom á föstudaginn var og komu mamma (Annika) og stjúpi (Staffan)hennar með hana, en þau voru í herbergi hér í skólanum en Elín hjá okkur.

Þau stoppuðu í fjóra daga og var prógramm á hverjum degi. Sem dæmi fórum við gullna hringinn Reyki  Ölfusi að skoða nýja hverasvæðið, Kerið, Geysir, Gullfoss og Þingvellir og var farið annað hina dagana. Fóru þau á þriðjudeginum í Bláa Lónið en á meðan kíktum við til Grindavíkur.

Voru þau búin að panta sér hótelherbergi síðustu nóttina á gamla hersvæðinu. Komum við við á KFC í Keflavík og var lán í óláni að bíllinn komst inná bílastæði en þá kom svaka reykur úr pústinu þannig að við þorðum ekki að hreyfa hann.

Kom Baddi mágur og lánaði okkur bíl og skutluðum við þeim uppá völl. Fórum við á 17 júní í bæinn og aftur í Keflavík að skila bílnum en í bænum hafði Matti lánað okkur bíl frá sér (yndislegt að eiga góða að). Höfðum við það náðugt á fimmtudeginum. En í dag fórum við í bæinn og fórum í sund (Breiðholtslaugina). Höfum reyndar farið í með Elínu í Laugadagslaugina og Borgarneslaugina (í gær).  Elín fær ekki nóg af að fara í sund, fórum síðan til Kidda (bróður) og Dittu á eftir og voru Ásta og Elín eins og samlokur allan tímann. Komum um níu svo heim sæl og ánægð. 

Annika og Staffan Pabbi og Elín að skoða síli í fjörunni í Borgarnesi Elín við Geysi. Elín og Ásta

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ferðalögin okkar

Höfundur

Gaui og Hugrún
Gaui og Hugrún
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1645
  • IMG_1624
  • IMG_1638
  • IMG_1627
  • IMG_1627

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 32814

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband